Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 28
32 Ársrit Rsektunarfélags Norðurlands. í Danmörku eru nú nær því eingöngu tvö kúakyn. Á eyjunum og austanverðu Jótlandi eru nær því ein- göngu rauðar kýr, og á vestanverðu og norðanverðu Jót- landi svartskjöldóttar kýr. Fyrir 50 — 60 árum var þessu ekki svona varið. Þá voru á eyjunum kýr með margvís- legum litum og einkennum. Um og eftir 1870 byrjuðu Danir að leggja stund á mjólkurframleiðslu meira en áður hafði verið. En kýrn- ar þeirra voru stirtlur, sem mjólkuðu lítið, og bændum var því Ijóst, að eitthvað þurfti að gjöra við kýrnar til að auka mjólkurframleiðsluna. Hér var um tvent að velja, annaðhvort að flytja til landsins mjólkurkyn, sem þegar voru reynd að því að vera kynföst og mjólka vel, eða að reyna að bæta og hreinrækta sínar eigin kýr. Hér skiftust menn í tvo flokka. Sumir vildu flytja út- lenda nautgripi til landsins, og gjörðu það líka, en aðr- ir vildu reyna að hreinrækta og bæta heimakynið, og gjörðu það. Sá sem mest barðist fyrir hreinræktuninni var prófessor Prosch, kennari við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Var þegar í byrjun stefnt að föstu, ákveðnu takmarki, og afleiðingin af því varð sú, að fram- farirnar urðu fljótari og meiri, en við var búist í fyrstu. Markmiðið var að framleiða alrauðar, helzt dökkrauðar, stórar, vel bygðar, hraustar og mjólkurlagnar kýr. Á sýningum voru gjörðar svo harðar kröfur til viss ákveðins litar, dökkrauða litarins, að kýr eða naut af þessu rauða kyni voru eigi verðlaunuð, hversu falleg sem þau voru, ef þau höfðu nokkurn hvítan blett á skrokknum. Petta gjörðu Danir til þess að verjast stutt- hornablendingum, sem þá voru eigi óalgengir í Dan- mörku, og til þess að fá festu í kynið, og þeim tókst það mjög vel á stuttum tíma. Danir stofnuðu mörg hundruð nautgripafélög, sem keyptu og höfðu sérstak- lega valin naut. 1895 stofnuðu þeir fyrsta eftirlitsfélagið (Kontrolforening) og 1907 voru þau orðin 479 í Dan- mörku. Nautgripafélög og eftirlitsfélög hafa til samans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.