Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 28
32 Ársrit Rsektunarfélags Norðurlands.
í Danmörku eru nú nær því eingöngu tvö kúakyn.
Á eyjunum og austanverðu Jótlandi eru nær því ein-
göngu rauðar kýr, og á vestanverðu og norðanverðu Jót-
landi svartskjöldóttar kýr. Fyrir 50 — 60 árum var þessu
ekki svona varið. Þá voru á eyjunum kýr með margvís-
legum litum og einkennum.
Um og eftir 1870 byrjuðu Danir að leggja stund á
mjólkurframleiðslu meira en áður hafði verið. En kýrn-
ar þeirra voru stirtlur, sem mjólkuðu lítið, og bændum
var því Ijóst, að eitthvað þurfti að gjöra við kýrnar til
að auka mjólkurframleiðsluna. Hér var um tvent að velja,
annaðhvort að flytja til landsins mjólkurkyn, sem þegar
voru reynd að því að vera kynföst og mjólka vel, eða
að reyna að bæta og hreinrækta sínar eigin kýr.
Hér skiftust menn í tvo flokka. Sumir vildu flytja út-
lenda nautgripi til landsins, og gjörðu það líka, en aðr-
ir vildu reyna að hreinrækta og bæta heimakynið, og
gjörðu það. Sá sem mest barðist fyrir hreinræktuninni
var prófessor Prosch, kennari við landbúnaðarháskólann
í Kaupmannahöfn. Var þegar í byrjun stefnt að föstu,
ákveðnu takmarki, og afleiðingin af því varð sú, að fram-
farirnar urðu fljótari og meiri, en við var búist í fyrstu.
Markmiðið var að framleiða alrauðar, helzt dökkrauðar,
stórar, vel bygðar, hraustar og mjólkurlagnar kýr.
Á sýningum voru gjörðar svo harðar kröfur til viss
ákveðins litar, dökkrauða litarins, að kýr eða naut af
þessu rauða kyni voru eigi verðlaunuð, hversu falleg
sem þau voru, ef þau höfðu nokkurn hvítan blett á
skrokknum. Petta gjörðu Danir til þess að verjast stutt-
hornablendingum, sem þá voru eigi óalgengir í Dan-
mörku, og til þess að fá festu í kynið, og þeim tókst
það mjög vel á stuttum tíma. Danir stofnuðu mörg
hundruð nautgripafélög, sem keyptu og höfðu sérstak-
lega valin naut. 1895 stofnuðu þeir fyrsta eftirlitsfélagið
(Kontrolforening) og 1907 voru þau orðin 479 í Dan-
mörku. Nautgripafélög og eftirlitsfélög hafa til samans