Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Síða 29
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
33
nokkurnveginn sama starf að leysa af hendi og naut-
gripafélögin íslenzku. Þó eru nokkur eftirlitsfélög á seinni
árum, líka einskonar búreikningafélög, þ. e. að eftirlits-
mennirnir færa búreikninga fyrir bændur þá, sem í fé-
laginu eru. Til skýringar set eg hér nokkrar tölur, sem
sýna meðalnyt Og smjörmagn dönsku kúnna:
Ár. Mjólk. Smjör.
1864 » 36 kg.
1884 » 50 —
1898 2200 66,5 -
1909 2750 87,5 -
F*etta hefir Dönum tekist að hækka meðalkýrnytina.
Skyldi það ekki vera ráð að vér reyndum eitthvað að
gjöra í sömu átt? Það væri grátlegt, ef vér létum oss
það í augum vaxa.
— það er kunnugt að Englendingar eru heimsins beztu
fjárræktarmenn, enda eiga þeir fleiri og betri fjárkyn en
nokkur önnur þjóð í heiminum.
Svo hefir það þó eigi verið frá öndverðu. Það hefir
verið markmið Englendinga nú um 100 ára skeið að
framleiða fjárkyn, sem væru sem kjötmest en beinasmæst.
Margt er það, sem hefir stutt að því, að Englendingar
eru komnir svona langt í fjárrækt. Má t. d. nefna að
landið sjálft býður mjög góð skilyrði fyrir búpeningsrækt,
og að bændurnir hafa mjög miklar mætur á fallegum og
kynhreinum dýrum. Ennfremur hafa enskir bændur haft
nægilega þekkingu og tæki til þess að geta sótt fast að
ákveðnu marki.
í Englandi er líka betri markaður fyrir húsdýraafurðir,
en í flestum öðrum löndum.
Eitt af merkustu ensku fjárkynjunum er Leicester eða
Dishley-féð. Pað er fínbygt, en þó stórt, bumbuvaxið og
ullarmikið kjötfé. Hið núverandi Leicester-fé er komið af
fremur stóru, grófgerðu láglendisfé, sem um 1850 var í
3