Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 30
34 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Leicestershire. Mörg fleiri merk kjötfjárkyn eiga Englend-
ingar, svo sem Sautdown, Oxford, Hampshiredown,
Border-Leicester o. m. fl.
Skotlendingar hafa, eins og kunnugt er, sérstaklega
tvö fjallakyn, Cheviot og Black-face. Bretar blanda stund-
um saman Leicesterfé og smærri fjárkynjum. Kynblend-
ingunum slátra þeir flestum og nota þá lítið til undan-
eldis. Reynast þeir til muna vænni til slátrunar en lömb
af hreinum smærri kynjum. Til framtímgunar eru slíkir
kynblendingar eigi góðir, úrkynjast þeir fljótt og koma
fram á þeim ýmsir gallar. Englendingar hafa stöðugt
sóst eftir að framleiða fasta, ákveðna kynstofna og hrein-
rækta þá.
Hestarækt Norðmanna má nefna með örfáum orðum.
Eins og áður er getið, þá voru norsku hestarnir á
landnámstímanum all-líkir því, sem íslenzkir hestar eru
nú. F*ó hafa hestar austanfjalls í Noregi snemma verið
stærrri en þeír voru vestanfjalls og norðantil í Noregi.
Austurlandshesturinn norski hefir fyrir nokkrum áratug-
um síðan verið blandaður töluvert með dönskum og
svenskum hestum. En á seinni árum hefir hann að mestu
verið hreinræktaður. Hann er 150—160 cm. á hæð og í
meðallagi gildur dráttarhestur.
Um 1860 ætluðu Norðmenn að fara að bæta vestur-
landshestinn með því að blanda hann mað austurlands-
hestinum, og komst sú viðleitni svo langt, að 1866 fékk
austurlandshestur fyrstu verðlaun á sýningu á vestur-
landinu . En brátt sáu Norðmenn, sð þessi kynblöndun
mundi eyðileggja hina góðu eiginleika hjá vesturlands-
hestinum. Var því fljótlega hætt við þessa kynblöndun
og farið að hreinrækta vesturlandshestinn.
1862 leigði ríkið Heimdalsselið og 1868 Tigesdalssel-
ið, og setti á stofn á þessum stöðum hestaræktunar-
stöðvar fyrir vesturlandshesta. Ríkið kaupir úrvals stóð-
hesta og lætur þá ganga í seljunum. Hefir hver stóð-
hestur með sér hóp af góðum hryssum, 30 — 40 að tölu.