Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 34
38
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
víða, sem slíkt búskaparlag borgar sig mjög vel. Á hitt
má og líka drepa í þessu sambandi, að sauðirnir eru
einskonar tryggingarsjóður fyrir búin, þegar illa árar, að
minsta kosti í sumum sveitum landsins. Par sem fært er
frá, er eðlilegt að lögð sé stund á að fá ærnar sem
beztar bjólkurær. í sambandi við þetta vil eg geta þess,
að mér hefir verið sagt, að til séu ær í ísafjarðarsýslu,
sem mjólka mestalt árið. Og vafalaust tel eg, að koma
mætti upp mjólkurlægnum ám með úrvali úr íslenzku fé.
Ennfremur er eigi ósennilegt, að hagnaður væri að
því að láta timgast saman innlenda kynstofna af mjólkur-
ám og hrútum af feitlægnu bráðþroska kyni, til að fram-
leiða dilka til slátrunar *. Yrði flutt útlent kjötfé hingað
til landsins til sláturfjárblöndunar, þá væri eigi ósenni-
legt að kynblendingar undan beztu mjólkuránum inn-
lendu yrðu vænstir; en hins sama mætti vænta, þótt um
innlenda en ólíka kynstofna væri að ræða.
Á hinn bóginn er sjálfsagt, að allir þeir, sem láta
ganga með dilk **, leggi áherzlu á að fá féð sem bezt
bygt, kjötmikið og bráðþroska, svo dilkarnir verði sem
vænstir, því eftir vænleika þeirra hlýtur arðurinn af fjár-
stofninum að fara að miklu leyti. því má þó aldrei
gleyma að leggja jafnframt áherzlu á, að féð sé ullar-
gott, harðgert, þolið og heilsuhraust.
Og kynfestu þarf að fá í fjárstofnana eigi síður en í
nautpeninginn. Pað hefir alveg sömu þýðingu gagnvart
sauðfénu eins og gagnvart nautgripunum. — Pessu má
aldrei gleyma.
Leiðinlegt er að sjá í sama fjárhóp kindur, sem eru
sín með hverju ættarmóti, hornóttar og kollóttar, gráar,
svartar, mórauðar og flekkóttar, hvítar í andliti, dröfn-
óttar, gular eða kolóttar.
Að ástandið sé svona nú, verður víst tæplega hrakið.
* Slíkum kynblendingum yrði þá auðvitað ekki fært frá.
** Færa engu frá.