Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 36
40
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Jeg hefi nú stuttlega bent á, hvernig breyta og bæta
þyrfti búpening vorn, en vér getum nú spurt:
Hvernig fást ákveðnir kynstofnar? og hvaða þýðingu
hefir að hafa fasta kynstofna?
Það verður mikill vandi að benda á aðferð, er á heppi-
legan hátt nálgist sem fyrst takmarkið.
Fyrsta skilyrðið er, að bændurnir séu sammála og
samtaka um að stefna að vissu, ákveðnu takmarki, og
framfaraviðleitni þeirra þarf að njóta aðstoðar og styrks
af búnaðarfélagi landsins eða landssjóðs, og ráðunautar
þurfa að styðja þá með ráði og dáð. Pað má leggja nú-
verandi fyrirkomulag kynbóta að ýmsu leyti til grund-
vallar. Pannig mætti t. d. hafa:
Kynbótabú fyrir sauðfé, er geta starfað á líkum grund-
velli og nú á sér stað. Helst mættu eigi vera færri ær á
þessum kynbótabúum en svo, að sjaldan„þyrfti að kaupa
hrúta að handa búinu, því á kynbótabúunum ætti að
vera mikil kynfesta í fénu. Pað ætti að leggja sérstaka
áherslu á, að féð væri sem líkast að ytra útliti og innri
eiginleikum, og það þoli vel þau skilyrði, sem það verð-
ur við að búa í því héraði. Búin ættu að vera undir
ströngu eftirliti ráðunauts Búnaðarfélags íslands, og styrk-
veiting þarf að vera bundin ströngum og réttmætum
skilyrðum. Búin mættu eiga bæði einstakir menn og fé-
lög. Á þessum kynbótabúum ætti að vera skylda að færa
ættartölubækur og afurðaskrár.
Hrossarœkt. Eins og áður er getið, þarf að aðskilja
dráttarhesta og reiðhesta í tvö kyn og halda þeim hvor-
um út af fyrir sig. Fyrir dráttarhesta og hesta til útflutn-
ings álít eg að bezt muni að bændur út um land, þar,
sem um nokkra hrossarækt er að ræða, myndi hrossa-
ræktarfélög, sem kaupi og hafi valda fullorðna stóðhesta.
Stóðhestakaupin ættu að vera eftir ráði og eftirliti ráðu-
nauts, og félagið þyrfti að fá styrk til að kaupa hestinn.
Ef búnaðarfélagið eða landið sæi sér það fært áliti eg
það mikla bót að t. d. Búnaðarfélag íslands keypti og