Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 42
Áburdur og töðufall.
Ræktun landsins er nú að verða orðtak margra um-
bótamanna. Fáar hugsjónir eru heldur fegurri en þær, að
geta breytt móum, melum og mýrarflákum hlíðanna í
samanhangandi iðgræna túnbreiðu með vel bygðum
bændabýlum hér og þar, en undiriendinu öllu meðfram
ánum í áveituengi. Rannig vilja hugsjónamennirnir hugsa
sér framtíðarsvip sveitanna. Ekki er því að neita að ör-
lítið hefir ræktun vorri þokað áleiðis nú síðari ár, en
langt samt í land að sjá slíkar ræktunarvonir rætast, nema
þá í mjög sniáum stíl. Hve fljótt ræktununni þokar áleið-
is héðan af, verður mjög komið undir hyggilegum bún-
aðarstefnum og dugnaði landsmanna, en sérstaklega fram-
leiðslu og góðri hagnýting áburðarins. Plógurinn, herfið
og hestaflið eru ómissandi ræktunartæki og án þeirra
komumst við ekkert áleiðis, en undirstaða arðsins af iðju
þeirra verður víðast nægilegur áburður og rétt notaður
áburður. Petta þarf öllum ræktunarmönnum og ræktunar-
vinum að vera Ijóst, annars hrynja öll þeirra ræktunar-
fyrirtæki og ræktunaráætlanir í grunn niður
En hve mikil er þá áburðarþörfin? Hve mikinn bú-
pening þarf til þess að framleiða og viðhalda ákveðnu
töðumagni? Pessi spurning liggur beint við, þegar um
ræktunarmálin er hugsað og þannig spyrja ýmsir. Spurn-
ingunni verður reyndar aldrei svarað nákvæmlega, því
sitt á við á hverjum stað, en nærri hinu sanna má kom-
ast á ýmsan hátt. Sumir vilja gera það fræðilega, með