Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 46
50
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
lega þar sem búnaðarfélagar búa og í sumum hreppum
hefir ekkert safnast. Vera má að þetta valdi örlitlum mun
á niðurstöðutölum hreppanna innbyrðis samanborið við
það, ef allir bæir væru taldir, en miklu munar það ekki,
og þó enn þá minna á meðaitali heillar sýslu. Helzt
kynni það að vera, að meðaltal Skagafjarðarsýslu væri í
lægsta lagi, vegna þess, að það mun frekar vera gras-
gefnari hluti sýslunnar, er skýrslan nær yfir.
Til þess að fá vissu mína í þessu efni, hefi eg próf-
að þetta á þeim hreppum, þar sem flestir eða allir bæir
eru taldir, tók eg þar annan og þriðja hvern bæ og tók
meðaltal af, líktist það meðaltal jafnan meðaltali alls
hreppsins.
F*ess munu margir sakna, að ekki er tilfært flatarmál
það, sem áburðurinn er borinn á og taðan var fengin
af, með því móti hefði fengist miklu fjölbreyttari fróð-
leikur. En slíkar upplýsingar var ekki auðvelt að fá, svo
ábyggilegar væru. Að vísu er stærð túna talin í skýrsl-
um hreppstjóra, en fæst tún hafa verið mæld nú um
langan aldur, og er þvf hætt við, að sú tala sé ekki svo
nákvæm sem æskilegt væri.
Útdráttur úr skýrslunum og athugasemdir,
Um leið og skýrsla sú, er hér birtist, er athuguð, vil
eg benda á nokkur atriði til frekari skýringar.
í þrem fremstu dálkunum er tilfærður sá skepnufjöldi,
er að meðaltali þarf til samans fyrir hvern hrepp til þess
að framleiða 100 hesta af töðu. í fjórða dálki eru svo
þessar skepnur umreiknaðar í kýr, til þess að hægra
væri í fljótu bragði að átta sig á tölunum. Til þess varð
eg að meta hrossin og kindurnar til áburðarframleiðslu
á móts við kýr. Skal því ekki neitað, að eg þóttist þar í
vanda staddur. Má sjálfsagt um það deila, hve mér hafi
tekist að fara þar nærri hinu rétta, enda getur hver þar