Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 65
Vatnsvindan á Hellulandi.
Vorið 1913 gjörðum við feðgar á Hellulandi tilraun
til þess að ná vatni á engin með skrúfu, sem knúin
var áfram af vinduafli, á líkan hátt og tíðkast í Dan-
mörku, Hollandi og víðar.
Pótt tilraun þessi væri mjög ófullkomin, — enda ekk-
ert til fyrirmyndar nema lélegar myndir — gaf hún þó
fulla úrlausn um það, að slík aðferð til þess að ná vatni
á engjar gæti borgað sig mjög vel, þar sem aðstaða
leyfði.
Árið eftir smíðuðum við aðra vindu, stærri og að
öllu leyti fullkomnari. Styrkti Ræktunarfélag Norðurlands
þá fyrirtækið með 100.00 krónum. Sú vél var ekki full-
smíðuð og komin í gang fyr en síðastliðið vor, 1915.
Ætla eg nú í fám orðum að lýsa þessari vél óg hvern-
ig hún vinnur.
Vindhjólið er 6 mtr. í þvermál með 16 geislum úr
battingum, sem stungið er inn í járnnöf við hjólásinn,
en fest í járnhring að utan, er liggur utan um alt hjól-
ið. Á geisla þessa eru fest 48 tréspjöld; eru þau á völt-
um, svo hægt er að stilla þau eftir vindmagni. Vindhjól-
inu er hægt að snúa í hvaða átt sem vera vill eftir
vindstöðu.
Virkið er 4 mtr. á hæð, úr 14x14 cm. trjám, með
tveim bindingskrossum á hverri hlið úr battingum. Ganga
metra langir járngaddar úr virkisfótunum niður í undir-
lagið, sem er úr steinsteypu.
Á vindhjólsásnum er tannhjól, er grípur annað með
sér, sem er aftast á ás þeim, sem liggur ofan alt virkið,