Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 66
72
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
neðst á honum er annað tannhjól, sem snýr skrúfunni
sjálfri, sem liggur skáhalt út í vatnið.
Skrúfan er úr járnplötum, 2lh m.m. þykkum, sem
mynda skrúfulínu utanum 24 cm. gildan tréás. Sjálf er
skrúfan tæpur metri f þvermál og 2xh metri á iengd. Utan-
um skrúfuna .er hvolfd renna úr járnplötum, sem falla
að henni. Pegar hún snýst, skrúfar hún upp vatnið, líkt
og góður nafar skrúfar upp spæni, þegar borað er.
Pegar vatnið er lægst nær það rúmlega xh upp á
neðsta skrúfublaðið, og þarf þá að lyfta vatninu tæpan
einn metra.
Vatnið rennur frá efri enda skrúfunnar eftir sement-
uðum skurði á milli virkisfótanna, en úr því eftir vana-
legum skurði.
Eftir vindmagni skrúfar hún 4 — 8 þúsund hektol. á
klukkustund = (111—222 potta eða 3,6 —7,1 teningsfet
á sekúndu).
það er enginn efi á því, að aðferð lík þessari, til þess
að ná vatni á engjar, getur vel svarað kostnaði, þar
sem svo stendur á, að ómögulegt er að ná vatni með
skurðum né stíflum, eða aðeins hægt þegar flóð er i
vatnsfalli því, sem áveituvatnið er tekið úr, en það er
vanalega mjög ófullnægjandi, vegna þess hve langt líður
milli flóða og stundum koma þau alls ekki. Pessvegna
ekkert vald hægt að hafa á vatninu, né tryggingu fyrir
að fá það. Engið þvi óábyggilegt með sprettu. En það
er eitt mesta meinið í búskapnum að geta ekki átt nokk-
urnvegin vísa sprettu næstum hvernig sem árar, en það
gefa góð áveituengi. Síðastliðið ár var slæmt grasár. Af
reynslu undanfarandi ára tel eg víst, að spretta hér á
enginu hefði orðið mjög rýr, en hún varð sœmileg, sem
eg eingöngu þakka vindunni.
Hellulandi í des. 1915.
Ólafur Sigurðsson.