Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 67
Skógar í Skagafirði.
í tvö ár hefi eg í frítímum mínum verið að safna
saman þeim sannsögulegu vitnisburðum, sem til eru um
útbreiðslu skóganna hér á landi. Hygg eg nú að eg sé
búinn að ná í flestar skagfirzkar heimildir.
Á 120 jörðum í Skagafirði eru til sögulegar sannanir
um skóg. í skagfirzkum skógufn óx björk, fjalldrapi og
reyniviður. Ovíða hafa þeir verið stórvaxnir, því óvíða er
talað um raftaskóg, en til kolagerðar voru þeir alstaðar
notaðir. Ef við í stuttu máli viljum segja hvar þeir voru
helzt, þá var skógur í svo að segja öllum Austur-Fljót-
um austanverðum. Náði hann frá Almenningsgróf og
fram að Stíflu. Mesturvar hann fyrir utan Hraun og á
Lambanes- og lllugastaðafjalli. F*ar var raftaskógur. Þessi
skógur eyddizt í Móðuharðindunum, og náði sér aldrei
eftir það. Fyrir utan Hraun eyddizt hann þó aldrei al-
veg og enn eru þar skógarleifar allmiklar.
F*á var skógur í Flókadalnum hjá Skinna- og Kraka-
völlum, og skógur frá Móskógum inn allan bakka, inn
Sléttuhlíðarfjöllin og fram allan Hrolleifsdal. þessi skóg-
ur var stærstur frá Skálá, fram Arnar og Geirmundar-
staðahlíð, og enn eru þar leifar hans.
Skógur var í fellinu hjá Felli og alla leið suður að
Hrolleifsdalsá og niður að Hrolleifshöfða. Af þessum
skógi er líka ögn eftir enn, en ekki nær kjarrið nema
undir hönd á meðalmanni.
Pá var skógur á Höfðahólum og í Höfðadal. Skógur-