Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Blaðsíða 70
Ræktun jarðarávaxta.
í Ársritið 1911—12 ritaði eg greinarstúf um ofanskráð
efni. Síðan 1909, og um það ár ritaði eg þar, eru liðin
5 ár, sem skýrslur eru til um, því sú síðasta er frá 1913.
Á 5 árum má mikið gera. Á 5 árum geta margir nýir
garðar komið til sögunnar, og á 5 árum geta líka marg-
ir garðar lagzt niður.
Á svæði því, er Ræktunarfélagið nær yfir, mætti ætla
að garðarnir stækkuðu. Pað styður að því á alla lund,
og nú síðan sýslubúfræðingarnir eru farnir að ferðast
um og bera reynslu og fróðleik milli manna, mætti ætla,
að þeir hefðu stækkað til muna. Pað mætti ætla, að sá
bær væri varla til, sem ekki hefði einhverja ofurlitla garð-
holu, og eitthvað af jarðávöxtum til heimilisnotkunar.
En vissan sýnir oft, að menn ætla skakt, og reynslan
er ætíð ólýgnust. En hvað segir nú reynslan? Hún seg-
ir þetta:
Húnavatnssýsla Stærð garða Uppskera Meira (_J_) eða mir
Hreppar íj (metrum Kartöflur Rófur ræktað 1913 en
Vindhælis 7003 5 29 + 18
Engihlíðar 5624 43 32 + 26
Bólstaðarhlíðar 5613 40 16 + 26
Svínavatns 2624 9 29 + 12
Torfalækjar 10798 31 32 -M0
Sveinsstaða 3794 22 17 + 7
Ás 6695 102 15 + 14