Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Qupperneq 77
Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands.
83
meíra. Hér er því ekki neinu afbragðsárferði um að
kenna, heldur virkilegri framför.
Af skýrslunni geta menn kynt sér þetta nánar í hin-
um einstöku sýslum. Framförin kemur glögglega í Ijós
í þeim öllum nema í N.-þingeyjarsýslu, enda eru þar
mjög slæm garðræktarskilyrði yfirleitt, og víða alls ekki
hvetjandi til kartöfluræktar, en rófnarækt ætti að geta
náð þar mikilli útbreiðslu.
F*að verður ekki beint séð af skýrslum þeim, sem fyrir
liggja, hvort þessi framför í ræktun rótarávaxtanna yfir-
leitt stafar frá aukinni ræktun á gömlu ræktunarbæjunum,
eða hún eigi rót sína að rekja til nýrra bæja. En eg veit,
að hvorttveggja muni vera, og þó engu síður frá fjölg-
un nýrra bæja. Það bera meðal annars með sér starfs-
skýrslur sýslubúfræðinganna, sem stöðugt greina frá vali
á garðstæðum á fjölda bæja. Útbreiðsla hefir líka aukist
í hreppunum hin síðari ár. 1909 voru engar kartöflur
ræktaðar í 13 hreppum og engar rófur í 9 hreppum á
Norðurlandi. 1913 eru þessar tölur komnar niður í 8 og
6, og í mörgum hreppanna, sem eftir eru, er aldrei að
búast við kartöflurækt svo nokkru nemi.
Til samanburðar hefi eg sett hér á skýrsluna upp-
skeru alls landsins á sama hátt og uppskeru Norður-
lands. Kemur þar í Ijós, að kartöfluræktin hefir, sem
heild á þessu 13 ára tímabili, aukist á Norðurlandi í
svipuðum hlutföllum við landsuppskeruna. Rófnarækt
hefir aftur á 'móti minkað á landinu um */3, en aukist á
Norðurlandi um tæpan helming. Og þar sem síðustu
þriggja ára uppskera er rúml. 'b hærri en uppskera
næsta tímabils á undan, bæði af kartöflum og rófum,
er landsuppskeran aðeins Vs hærri af kartöflum og
nokkru lægri af rófum.
Niðurstaðan verður því sú, aö ræktun rótarávaxta
hefir aukist langtum meira á Norðurlandi hin siðari ár,
en heildaruppskera alls landsins.
6