Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 79
Yfirlit
um starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands 1915.
1. Gróðrartilraunir.
Grasræktartilraunir halda áfram hinar sömu og
nefndar voru í Ársriti næstliðins árs. Af nýjum tilraun-
um mætti nefna tilraun með að breyta graslagi á vall-
gróinni jörð án þess að bylta henni um, með því að sá
í hana aðfengnum frætegundum. Sáning með svipuðum
tilgangi hefir um langan aldur verið tíðkuð í Norður-
botnum í Svíþjóð. Er það gjört þannig, að gamlir vellir,
sem farnir eru að gisna og gefa lélegan heyfeng, eru
iátnir standa í sinu eitt sumar í senn og þroska fræ.
Fræið fellur þá niður í rótina, spírar næsta vor og mynd-
ar þannig nýjan grasstofn. Með þessu bæta Norður-Sví-
ar graslag túna sinna. En nýrri búfræðingar telja aðferð
þessa »ópraktiska« og mun hún því mjög vera að hverfa.
Tilraun þessi var gjörð á þann hátt, að rispur voru
gjörðar í algróin völl og sáð í þær umfeðmingsfræi
(Vicea cracca), rauðsmárafræi (Trifolium pratense) og
heylúpínufræi (Lupinus polyphyllus); var síðan áburður
herfaður yfir. Talsvert af fræplöntunum sást komið upp
í haust, en um vöxt þeirra og viðgang verður reynslan
að skera úr. Pessar tegundir hafa nú haldið sér hér í
graslendi, einkum í leirkendum jarðvegi, í 6 — 8 ár; er
uppskera þeirra svo mikils verð bæði að heyfeng og