Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 82
88
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
þurkinn, en það er nálægt meðaltali af nokkrum athug-
unum, er eg hefi gert með hey hér úr tilraunastöðinni.
Þá sýni eg einnig allan áburð, er hver reitur hefir feng-
ið samtals í öll árin. 1. reitur hefir enn sem komið er
fengið minstan áburð í alt, en eftir 6 ár verður hann
búinn að ná hinum og þá á heildarárangurinn að vera
kominn í Ijós. Pá hefi eg reiknað út, hve mikið hey
hverjir 100 hestar af áburði hafi framleitt, að meðtalinni
gróðurframleiðslu jarðvegsins sjálfs; en 100 hestar má
álíta að láti nærri, að sé ársáburður undan kú. Oefur
það bendingu um, hve mikinn áburð kostar að koma
ófrjóu landi í rækt og hve mikið hey ársáburðurinn gef-
ur, er landið er komið í rækt. Auðséð er að undirburð-
urinn og rótun jarðvegsins hefir haft fljót og mikil á-
hrif, ofaná-áburður einn saman verkar mun lægra. Upp-
plægði Og sáni reiturinn jafnast ekki heldur á við streng-
plægðu reitina, en þess má geta, að sáningin tókst mið
ur vel, fræið spíraði illa sökum þurka. Oróðurlag reit
anna hefir breyst töluvert á ósánu reitunum síðan til-
raunin byrjaði. Aðaltegundin, er þroska náði, var áður
háliðagras, nú er kraftmikið vallarfaxgras og fslenzkar
grastegundir komnar upp jafnhliða því á strengplægðu
reitunum. Á óbyltu reitunum hefir graslagið minna breyst
og gróðurinn er þar gisnari.
Kartöflutilraunir. í þær hefir verið bætt nokkrum
afbrigðum af innlendum stofni. Ekkert þeirra þó tekið
fram hinum beztu er fyrir voru. Kartöfluafbrigði þau, er
getið var í fyrra frá Ameríku, spruttu sum ágætlega. —
Kartöfluuppskeran mjög rýr þetta sumar eins og um alt
Norðurland vegna sumarveðráttunnar. Lftið þvi af heim-
öldum kartöflum til útsæðis. En félagið hefir pantað all-
mikið af þektum kartöflusortum útlendum til úrlausnar í
þeirri útsæðiseklu, sem nú er víða um Norðurland. Peir
sem ætla sér að panta útsæði geri það sem fyrst.
Rófnaræktin. Mest ræktaðar Prándheims-gulrófur,
enda reynast þær stöðugt bestar. Uppskera fremur rýr.