Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 85
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 91
burðar, garðrækt og túnrækt. Má nú heita að mikill hluti
þeirra jarðabóta, sem nú er unnin, sé gerður í samráði
við og samkvæmt leiðbeiningum sýslubúfræðinganna.
Mikið af þeim fyrirtækjum, sem þeir hafa mælt fyrir og
undirbúið, er þó enn óframkvæmt, en mjög víða mun
sú orsök, að hæfa menn vantar til þess að vinna og
hafa forustu með framkvæmd verksins. Mest kveður að
framkvæmdum vatnsveitinga í Þingeyjarsýslu, enda hefir
sýslubúfræðingurinn á því svæði, Baldvin Friðlaugsson,
bæði haft á hendi nauðsynlegar undirbúningsmælingar
og svo umsjón og jafnvel framkvæmd fyrirtækjanna, þar
til þeim var lokið. Hefir hann vakið í kring um sig þá
vatnsveitingarhreyfingu, er miklu mun til leiðar koma.
Mývatnsstfflan, er getið var í fyrra, má nú heita full-
gjörð. Laxá stífluð í 5 kvíslum, þar sem hún fellur úr
Mývatni. Var það gjört á þann hátt, að hraunkampar
voru hlaðnir að kvíslunum beggjamegin, síðan settir
grjótfyltir timburbúkkar í breiðari kvíslarnar með 4—5
metra millibili; eru búkkarnir alls 4, 2 í einni kvíslinni
og 1 í tveimur. Milli búkkanna og kampanna liggja svo
þvertré, er klætt er á með battingum er liggja upp og
ofan; eru svo battingar dregnir til eða teknir úr eftir
þörfum, til þess að ákveða stífluhæðina á vatninu. Áin
er brúuð jafnframt svo fara má yfir með fé og gripi.
Stýflan kostar nálægt 3000 kr., áætluð 3000 kr. Áður
talið af verkfræðingi nær ókleift verk eða að kosta
mundi nær 20,000 kr. Vatnið var hækkað í vor um tæpa
alin. Mun það hafa stækkað Mývatn um alt að því Vi,
og breytti mjög útliti sveitarinnar. í þetta fyrsta skifti
vildi sérlega illa til með veður, óvanalegt ofsarok með-
an flóðið stpð á, en aftaka frost eftir að vatninu var
hleypt af; dró það mjög úr gagni áveitunnar að þessu
sinni; þó sáust glögglega ræktandi áhrif vatnsins og
heyfeng sumra jarða jók áveitan svo miklu munaði.
Á svæðinu meðfram Mývatni, Laxá, Reykjadalsá og
einum stað við Skjálfandafljót eru nú síðan 1911 — 12