Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 87
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
93
Samkvæmt þessu sýnist þá sú aðferðin, að hafa plóg-
manninn aðstoðar-þurfa frá bænda hendi, hafa orðið
mun notadrýgri með kensluna en sú, er notuð var í
fyrra. I þessum hreppum eru nú þegar til menn og
hestar til þess að halda vinnunni áfram á eigin spýtur,
og þannig þyrfti það að ganga í öllum hreppum Norð-
urlands.
6. ?ms störf.
Meðal þeirra má telja útgáfu Ársritsins, sem er sent
ókeypis öllum félögum. Af hálfu félagsins mætti undir-
ritaður á bændanámsskeiði á Blönduós dagana 8. —14.
marz síðastl. og á Hólum 21.—27. s. m. Öllum búnað-
arfélögum, er þess hafa óskað, hefir verið sent ókeypis
gulrófna- og fóðurrófnafræ, til þess að greiða fyrir og
hvetja til rófnaræktar. Leiðbeiningar hafa verið gefnar á
skrifstofu félagsins, bæði munnlega og skriflega; eru
þaðan afgreidd nálægt 500 bréf, er mörg eru svör við
ýmsum fyrirspurnum. Verðlaun fyrir búnað, 50 kr. að
upphæð, voru veitt Páli H. Jónssyni bónda á Stóru-
völlum í Bárðardal úr Búnaðarsjóði Norðuramtsins.
Jakob H. Lindal.