Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 32
3 atriði, sem koma til greina: 1) Tegundin. 2) Upp- runinn. 3) Grómagnið. 1. Tegwndin. Reynslan hefur kent oss, að velja að- eins tiltölulega fáar tegundir í fræblandanir vorar, en þrátt fyrir það, eru þessar tegundir harla mismunandi. hvað eiginleika og útlit áhrærir. Skal ég hér minnast lítilsháttar á þær algengustu. a. Háliöagras er stórvaxin, bráðþroska, fjölær gras- tegund, vex vel í nokkuð rökum jarðvegi, en hefur einnig hepnast hér mjög vel í þurlendisjarðvegi. Trénar fljótt og gefur gisinn og rýran gróður, ef áburð skortir, en er blaðrík og ágæt fóðurjurt, fái hún nóga og auð- leysta næringu. Mjög harðger og varanleg. b. Vallarfoxgras er stórvaxin jurt og að ýmsu leyti lík þeirri fyrstnefndu, en þolir þó ekki vel raklendan jarðveg. Vex best í leirblöndnum móajarðvegi, er ágæt fóðurjurt, sem getur gefið góða uppskeru í nokkur ár, en heldur sér sjaldan mjög lengi í fræsléttunum. Þó eru dæmi til, að þessi tegund hefur haldið sér ágæt- lega í sáðsléttum hér á landi í nær 20 ár. c. Sveifgrös: Hásveifgras og vallarsveifgras eru meðalstórvaxnar tegundir, sem mynda þétta rót og vaxa dável í flestum jarðvegi. Þessar tegundir mynda varanlegan sáðgróður og eru ágætar fóðurjurtir. d. Vinglar: Hávingull, túnvingull og harðvingull hafa ekki reynst varanlegar jurtir í sáðsléttum hér og er orsökin sennilega sú, að erfitt er, minsta kosti hvað þær tvær siðastnefndu áhrærir, að fá fræ af norrænum uppruna. Hávingullinn er fremur stórvaxin jurt, en hinar tvær fremur lágvaxnar. Þær tvær fyrnefndu eru góðar fóðurjurtir. Túnvingullinn er ein af vorum al- gengustu og bestu túnjurtum. Þýðing vingulfræs af er- lendum uppruna er mjög vafasöm í fræblöndum vor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.