Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 37
S7 sléttunum á 1. ári og að veita frægresisspírunum skjói, en hve mikils virði þessi atriði séu, er dálítið vafa- samt. Vel gerðar sáðsléttur geta strax á fyrsta ári gefið dágóða uppskeru, án skjólsáðs og skjólsæðið ræn- ir frægresið birtu og næringu og getur á þann hátt skaðað það meira en skjóláhrifunum nemur. Venju- lega eru hafrar notaðir til skjóls og er þeim þá sáð og þeir herfaðir niður á undan grasfræinu. Ef skjólsæðið sprettur vel, er nauðsynlegt að slá það 2var—3var sinnum yfir sumarið, svo það hindri eigi um of eðli- legan þroska frægresisins. Þegar sáningu grasfræsins er lokið, er það herfað niður og flagið valtað. í votviðrasveitum er herfingin ef til vill ekki nauðsynleg, en sé henni slept, liggur alt- af mikið af fræinu ofan á í flaginu og þá einkum há- liðagrasfræið, sem er fislétt, en tiltölulega stórt og fellur því illa niður í moldina; er þessi aðferð því tæp- lega ráðleg þar, sem þurviðrasamt er. Til að herfa nið- ur grasfræ, eru notuð létt herfi, sem vinna grunt og draga eigi með sér hnausa og grasrótartægjur. Hlekkjaávinsluherfi má vel nota og líklegt er, að lítið skekt diskaherfi séu nothæf til þessa. Hef eg lítilshátt- ar reynt það og hepnast vel. Þegar flagið er valtað, þá er réttast, sé jarðvegur- inn leirblandinn, að nota léttan valta, en þyngja hann aftur á móti meira, ef um moldar- og torfjarðveg er að ræða, því slíkur jarðvegur er léttur og fjaðurmagn- aður, hann lyftir sé oft og losnar eftir völtunina og er því vafalaust gagnlegt að valta slíkan jarðveg fleirum sinnum, áður en grasfræið kemur upp, svo yfirborðið geti dregið til sín raka og moldin verði ekki of laus umhverfis fræið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.