Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 26
76 ýms heilgrös, svo sem: Snarrót, hálmgresi o. fl., geta líka vaxið í jarðvegi, sem er of votur til þess, að fjöl- breyttur og verðmætur valllendisgróður þrífist þar. Af mosagróðri og ásigkomulagi jarðvegsins — torfinu — má og nokkuð dæma um framræsluþörfina. Of mikið vatn er á margan hátt skaðlegt fyrir þrif og þroska túnjurta vorra. Það bindur frjóefni á þann hátt, að það hindrar loftrás og bakteríugróður í jarð- veginum, svo rotnun jarðefnanna stöðvast. Það kælir jarðveginn og dregur á þann hátt úr efnabreytingum í grassverðinum og þroska jurtagróðursins. Það tak- markar vaxtarrými jurtarótanna, dregur úr notagildi áburðarins og skapar skilyrði fyrir mosa og mýragróð- ur, sem á ýmsan hátt draga úr þrifum hinna verðmæt- ari jurta. Oft er yfirborð og jarðvegsásigkomulag þess lands, sem taka á til ræktunar, svo óreglulegt, að engri skipu- legri framræslu verður við komið, en sé um stærri samhangandi mýrasvæði að ræða, má í þessum efnum fylgja nokkurnveginn föstu kerfi. Venjulega notum vér þá bæði opna skurði og lokræsi, en vegna þess, að opnu skurðirnir eru dýrir, taka upp mikið landrými og hindra á ýmsan hátt umferð um landið og notkun hey- vinnuvéla, er sjálfsagt að hafa þá eigi fleiri en nauð- synlegt er til þess, að leiða burtu yfirborðsvatn og taka á móti vatni frá lokræsunum. Lokræsin eru líka að ýmsu leyti fullkomnari framræsla, heldur en opnir skurðir, því þau halda áfram að leiða vatnið, þó yfir- borð jarðvegsins frjósi; jarðvegurinn þornar undir frostskáninni, sem við það verður þynnri en ella og þiðnar því fyr á vorin. Hve þétt þurfi að ræsa mýrlendi, fyrir grasrækt hér á landi, er nokkuð á reiki; fer það eftir úrkomu, mynd- un og ásigkomulagi jarðvegsins á hverjum stað og svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.