Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Page 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Page 26
76 ýms heilgrös, svo sem: Snarrót, hálmgresi o. fl., geta líka vaxið í jarðvegi, sem er of votur til þess, að fjöl- breyttur og verðmætur valllendisgróður þrífist þar. Af mosagróðri og ásigkomulagi jarðvegsins — torfinu — má og nokkuð dæma um framræsluþörfina. Of mikið vatn er á margan hátt skaðlegt fyrir þrif og þroska túnjurta vorra. Það bindur frjóefni á þann hátt, að það hindrar loftrás og bakteríugróður í jarð- veginum, svo rotnun jarðefnanna stöðvast. Það kælir jarðveginn og dregur á þann hátt úr efnabreytingum í grassverðinum og þroska jurtagróðursins. Það tak- markar vaxtarrými jurtarótanna, dregur úr notagildi áburðarins og skapar skilyrði fyrir mosa og mýragróð- ur, sem á ýmsan hátt draga úr þrifum hinna verðmæt- ari jurta. Oft er yfirborð og jarðvegsásigkomulag þess lands, sem taka á til ræktunar, svo óreglulegt, að engri skipu- legri framræslu verður við komið, en sé um stærri samhangandi mýrasvæði að ræða, má í þessum efnum fylgja nokkurnveginn föstu kerfi. Venjulega notum vér þá bæði opna skurði og lokræsi, en vegna þess, að opnu skurðirnir eru dýrir, taka upp mikið landrými og hindra á ýmsan hátt umferð um landið og notkun hey- vinnuvéla, er sjálfsagt að hafa þá eigi fleiri en nauð- synlegt er til þess, að leiða burtu yfirborðsvatn og taka á móti vatni frá lokræsunum. Lokræsin eru líka að ýmsu leyti fullkomnari framræsla, heldur en opnir skurðir, því þau halda áfram að leiða vatnið, þó yfir- borð jarðvegsins frjósi; jarðvegurinn þornar undir frostskáninni, sem við það verður þynnri en ella og þiðnar því fyr á vorin. Hve þétt þurfi að ræsa mýrlendi, fyrir grasrækt hér á landi, er nokkuð á reiki; fer það eftir úrkomu, mynd- un og ásigkomulagi jarðvegsins á hverjum stað og svo

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.