Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 1
ÁRNI G. EYLANDS:
NIÐUR í MOLDINA MEÐ HANN!
I.
í ANDVARA 1874
í fyrsta árgangi tímaritsins Andvara, sem hóf göngu sína
1874, birtist ritgerð eftir hinn kunna búfræðing og jarð-
ræktarmann Guðmund Ólafsson (^1825—1889) bónda á Fitj-
um í Skorradal, er hann nefnir: Um þúfnasléttun.
Fyrst ræðir Guðmundur um þúfnasléttun almennt og hef-
ur þá mál sitt með þessum orðum:
„Að jafna þýfi og gjöra jörðina slétta er ekki einungis til
þess, að jörðin verði fljótunnari til sláttar og annarra hey-
verka, heldur og meðfram í þeim tilgangi, að hún spretti
betur og verði grasbetri. Það leiðir og ennfremur af sléttun-
inni, að bæði tekur jörðin betur á móti rækt, og að hægara
veitir að rækta hana. Sléttun er því sú jarðarbót, sem á að
hafa og getur haft margvíslega og langgæða gagnsemi í för
með sér, en þetta verður þó því aðeins, að hún sé vel gjörð
í fyrstu og réttilega með hana farið síðan.“
Eftir nokkra umræðu um plægingu og áhöld þau, plóginn
og önnur, sem Guðmundur telur nauðsynleg við þúfnaslétt-
un, skiptir hann ritgerð sinni í tvo kafla: Um þaksléttu og
Um flagsléttu. Er kaflinn Um þaksléttu mestur kafli ritgerð-
arinnar. Þar er fyrst rætt um ofanafristu með ristuspaða, í
stað þess að nota torfljá, en slíkt var þá mikil nýjung; þá
3