Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 7
stefnt að vafasömum búskap: Vanræktuð tún, engin frjó-
mold, mikill áburðarkostnaður, léleg taða, mikil fóðurbætis-
gjöf, dýr framleiðsla, slæm fjárhagsútkoma á búi bóndans.
III.
KJARNI MÁLSINS
Ef ræða skal þetta mál til skynsemdar verður að litast víðar
um. Fyrst er þá að átta sig nokkuð á vissum hugtökum sem
oft virðast vera mönnum nokkuð óljós og jafnvel misnotuð
í ræðu og riti. Orðið rcektun er æði víðtækt og óákveðið, og
um túnrœkt er nokkuð sama að segja, þótt þar sé svið rækt-
unar meira afmarkað. Og þegar til þess kemur að tala um
rœktað land og rœktaða jörð fara hugtökin alla jafna meira
og minna úr reipunum. Hér skortir okkur orð og hugtök
sem samsvari fyllilega Norðurlandahugtökunum „kultur-
jord“ — kúltúrjörð og „jordkultur“ — jarðkúltúr, sem svo
mætti nefna á blendnu máli. En þau orð og hugtök eiga
meira við dstand og gceði jarðvegsins heldur en sprettuna.
Við það hvernig bóndinn hefir með ræktunartökum gert
jarðveginn góðan, og frjósaman og að ákjósanlegum vaxtar-
stað fyrir þann gróður sem hann vill rækta, hver sem hann
svo er, gras eða korn eða annar gróður, einær eða fjölær
eftir ástæðum.
Hinn venjulegi háttur að þýða hin útlendu orð „kuitur-
jord“ og „jordkultur“, með orðunum rcektuð jörð eða rcekt-
arjörð og jarðrækt, reynist aðeins hálfsögð saga, sökum þess
hve tamt okkur er að misnota og misskilja orðið reektun,
nota það um athöfn og árangur, sem ekki verður sagt um
með sanni, að „verðskuldi nafnið ræktun.“ Ekki erum við
betur á vegi staddir með orðið jarðrœkt, útjaskað bæði í
daglegu tali og í löggjöf, er það notað um margt sem engin
rcektun er, því koma fram orð og hugtök eins og skyndi-
ræktun, hraðræktun og harkarcektun, og eiga sannarlega
9