Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 11
um áburði einum, sem fara í eyði, tíunda ekki mikinn tún-
gróður hvorki í bráð né lengd.
Gróðursæld eyðitúnanna gömlu er reynsla bæði gömul og
ný, en nær alls staðar bundin við forna ræktun og töðugresi
vaxið við langvarandi notkun búfjáráburðar, um annað var
þá ekki að ræða. Á svipaðan hátt höfum við dæmi um ótrú-
lega frjósemi hér og þar á túnum byggðra jarða. Sumarið
1970 skoðaði ég blett í túni á heiðarbýli sunnanlands. Þetta
var rétt við hlaðvarpan á bænum. Þar hafði lengi verið kál-
garður en var nú aflagður fyrir nokkrum árum og garður-
inn kominn í gras, hið bezta tún. Bóndinn sagði mér að
þarna hefði verið kafgras árlega í fleiri ár, þótt ekkert væri
borið á þessa skák. Enn sagði hann: Á morgnana eftir svalar
nætur á sumrin, er þessi blettur nær svartur yfir að líta,
hann er hálf þakinn af mold eftir ánamaðka, svo kriikkt er
af þeim í moldinni. —
Og svo er því haldið fram, að öll forræktun vegna tún-
ræktar sé óráðleg, „úrelt fræði“, og fremur til skaða en
gagns. Þannig halda jafnvel húlærðir menn að ekki sé neitt
um að gera að rækta íslenzka jörð til frjósemdar, hér sé
harkaræktun, mikil að yfirferð, ráðlegust. Samkvæmt því
eru ræktunarframkvæmdir skipulagðar, framkvæmdar og
styrktar af ríkisfé.
IV.
EINFÖLD SANNINDI
Þannig er reynslan, hér skilur á milli feigs og ófeigs, góðrar
ræktunar og nýræktar sem engin ræktun er.
Bændur hafa neyðzt til að rækta mikið víða, með tilbún-
um áburði einum. Oft og viða hefir það verið réttmætt,
meðan þeir voru að koma sér upp véltækum túnum og töðu-
falli. En réttmæti þeirrar ræktunar var því aðeins raun-
verulegt, að hændur gerðu sér ljóst og slepptu ekki af sýn
13