Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 15
aðeins greiðum nægilega fyrir honum með öllum tiltækileg-
um ráðum: góðri framræslu, heppilegri jarðvinnslu og líf-
rœnum dburði, sem er komið niður í moldina. — Hér er um
að ræða lífsöfl sem ekki láta að sér hæða.
En hvað er svo um stórræktun, félagsræktun og aðra,
fjarri öllum peningshúsum, þar sem engum búfjáráburði
verður við komið? Mér kemur ekki til hugar að afneita slík-
nm ræktunarframkvæmdum með öllu, en vafalaust eru þær
oftar en hitt hvergi nærri eins álitlegar eins og af er látið,
og margir gera sér í hugarlund. Víða mætti þar nokkuð um
bæta, ef mönnum væri augljóst hvað á skortir, og hve mikl-
um vandkvæðum það er bundið, að frumrækta land án bú-
fjáráburðar. Stundum verður að gera fleira en gott þykir í
þessum efnum, en margt heyrist furðulegt um slíka stór-
ræktun, sem á sér litla stoð í veruleikanum. Sízt af öllu má
slík stórræktun draga úr því að bændur fari að rœkta heima-
tún sin vel og af þekkingu, miklu belur en nú er títt. Lífs-
þörf jarðar er fræði sem ekki verður fram hjá gengið. Ofrjó
víðátturæktun getur ekki leyst þann vanda, hvað þá að hún
eigi að sitja í fyrirrúmi í hugum bænda og framkvæmdum.
Vandamál stórræktunarinnar og ofmat manna á þeim
ræktunarháttum verða hins vegar ekki rædd hér í þetta sinn,
enda er það langt léreft að bleikja og við ramman reip að
draga.
V.
FLEIRA UM ÞAKSLÉTTUR
Þaksléttuaðferðin hvarf úr sveitunum, sem jarðarbót, þegj-
andi og hljóðlaust. Það var ekki nema í Reykjavík og í
nokkrum kaupstöðum landsins að hún hélt velli. Þó hafa
alltaf verið til skyggnir menn, sem hafa skilið það og minnzt
þess hver akkur var í því, „að bera vel undir þökurnar", það
er að koma búfjáráburði betur niður í jörðina en fæst með
2
17