Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 16
því að herfa hann saman við moldina, hvað þá að bera hann
ofan á heila jörð. Menn hafa hugsað til þess að bæta tún og
endurnýja á þann hátt að rista ofan af með plóg, bera á
áburð og þekja á ný. Til skipulegra túnræktarframkvæmda
með þessum hætti hefir þó aldrei verið efnt, hvorki á búum
bænda né á búum ríkisins.
Þriggja hagnýtra tilrauna á þessu sviði er rétt að geta, þær
segja okkur svo mikið.
í IV. árg. Freys, 1907, bls. 74—77, segir Páll H. Jónsson á
Stóruvöllum í Bárðardal frá nýrri ræktunaraðferð er hann
hafi reynt „áhrærandi ofanafristu á sléttu valllendi“. Hann
segir svo:
„Eg fór því nú fyrir 3 árum og lét rista með spaða ofan af
dálitlu beði á óræktaðri sléttri grund, án þess að stinga upp
flagið, en bar áburð undir og þakti svo strax. Beð þetta hefir
sprottið vel síðan, og að ég hygg ekki lakara en þó flagið
hefði verið stungið upp. Þó þetta væri nú allfljótunnin
ræktunaraðferð, miðað við að stynga upp flagið, þá þótti
mér hún samt seinleg, fór ég því vorið eftir og lét rista ofan
af með algengum plóg, og lét strengina liggja kyrra í flag-
inu, bar svo áburð yfir strengina, og lagði þá svo niður aftur,
lenti áburðurinn þá undir. Við þakninguna gengur úr af
strengjum eftir því sem menn vilja þekja gisið.
Tvö síðastliðin vor hefi ég látið rista ofan af einni dag-
sláttu hvort vorið. Það sem ég tók fyrir fyrra vorið (1904)
spratt svo vel, að ég gat látið tvíslá það bezta af því á fyrsta
sumri, og nú í sumar spratt það mikið vel.
Af þeirri reynslu, sem ég er búinn að fá af þessari rækt-
unaraðferð, er ekki að ræða um neina óvissu, ef vandvirkni
er viðhöfð og nægilegur og góður áburður borinn undir,
sem er aðalatriðið.“
Páll getur þess áður, að grundir þær sem hér er um að
ræða séu sléttar engjagrundir, sem „í sumum árum“--------
„spretta — allvel, en brugðist getur að þær séu gott engi.“ —
Loks segir Páll:
„Enn sem komið er, verður ekkert áreiðanlegt gefið upp
um það hvernig ræktun þessi muni reynast, til þess þarf
18