Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 17
margra ára tilraunir. Það er eitt í verkahring Ræktunar-
félags Norðurlands. Þær tilraunir, sem ég hefi gert, eru eftir
fyrirsögn Sigurðar skólastjóra á Hólum, og verður haldið
áfram undir hans umsjón.“
Hjá Ræktunarfélagi Norðurlands voru á árunum 1913 og
til 1937 gerðar fleiri „tilraunir með samanburð á breytileg-
um áburðaraðferðum", þar sem gróið tún var strengjaplægt
og borinn haugur undir plógstrengi, þar sem mest var, 90
smálestir á hektara. Um tilraunir þessar, sérstaklega til-
raunirnar 1931 — 1937, framkvæmd þeirra og árangur, má
lesa í Arsriti Ræktunarfélags Norðurlands 1936, bls. 25—45.
— í ritinu Árangur gróðurtilrauna, Akureyri 1950, gefur
Ólafur Jónsson tilraunastjóri yfirlit yfir tilraunir þessar
allar. Þar segir svo á bls. 34:
1. Það er augljós vinningur að koma haugnum niður í
jarðveginn samanborið við að bera hann ofan á.
2. Aðferðir þær, sem reyndar hafa verið við að fella haug-
inn niður, hafa reynzt nokkuð misjafnar. Herfing hans sam-
an við moldina, um leið og landið er unnið, gefur ekki eins
góða raun ogætla mætti. Gaddvöltun hefur gefið furðu góða
raun, mosaherfing hins vegar reynzt illa. Tvímælalaust er
bezt að bera hauginn undir plógstrengi, eða plægja hann
niður.
3. Notagildi haugsins, þegar hann er borinn undir plóg-
strengi virðist allt að þrefalt á við yfirbreiðsluna. —
í tímaritinu Búfræðingurinn VI. árg. 1939, bls. 104—105,
segir Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum frá tilraun> sem
hann hafði gert með að plægja kúamykju niður í tún. Hann
segir:
„Síðastliðið vor var kúamykja plægð niður í tvo ha á tún-
inu á Hólum. Hún var borin ofan á plógstrengina, 80—100
hlöss á dagsláttu, strengirnir síðan plægðir við aftur og valt-
aðir.
Tún það, sem fékk þessa meðferð, spratt sérstaklega vel
síðastliðið sumar, mátti heita að af því fengist tvöföld
síbreiða. Þó var ekki lokið við að leggja niður plógstrengina
og valta þá fyrr en í júnímánuði.
19