Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 19
VI.
AUKIN TÆKNI
Hin stóraukna tækni, sem bændur hafa tileinkað sér hefir
því miður eigi orðið til þess að bceta túnræktina, svo sem
ætla mætti, víða fremur hið gagnstæða. Hér hefir jafnvel
farið svo að tæknin hefir tekið ráðin meira og minna af
bændum og þá viljað stefna í óefni. Aður var að því vikið
sem ljósum sannindum, að mikill meiri hluti allra þeirra
nýræktartúna sem bændur búa við eru léleg tún, bœði um
töðufall og töðugœði. Þótt þetta hafi mátt vera vitað síðustu
20 árin, eða þar um bil, hefir það þó fyrst orðið lýðum ljóst,
— enda tekið steininn úr, — kalárin síðustu. Má með nokkr-
um sanni segja að þar hafi komizt upp um strákinn Tuma,
að minnsta kosti höfum við rekið okkur á svo að um munar
í ræktunarmálunum. Eg læt það eftir hverjum einstiikum
bónda, sem um það vill hirða, að athuga þetta og sannprófa
heima hjá sér, hvernig er ástatt um ræktun túnanna. Hér
sker úr, að hvert það tún eða túnspilda, sem ekki sprettur
til nokkurra nytja bæði eitt og tvö sumur þótt lnin fái engan
áburð, ef hún aðeins er vel varin, er fremur lélegt og lítt
ræktað tún, og oft algerlega órœktuð jörð. En túnin, sem
myndu spretta sæmilega án áburðar, bæði eitt og tvö ár og
jafnvel lengur ef svo bæri undir, eru tún í góðri rækt. Með
því að benda á þetta er hins vegar alls ekki verið að mæla
með því eða gera ráð fyrir því, að bændur svíki tún sín um
hæfilegan áburð árlega, en af hinum vel ræktuðu túnum fá
bændur mikla og góða töðu, jafnvel þótt minna sé borið á
þau heldur en lélegu túnin lítt ræktuð, það er staðreynd.
A hinum óhagkvœmu viðskiptum xnð hin lélegu lún sín tapa
bændur tugmilljónum króna ár hvert. En um petta er litið
hugsað.
Samt hefir verið á þetta bent oft og margsinnis, en án
sjáanlegs árangurs, hér hefir fremur sigið á ógæfuhliðina
heldur en hitt, hin síðari ár. Hin hraðunna harkaræktun
21