Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 20
hefir orðið allsráðandi og á sér því miður fulla stoð bæði í
löggjöf um ræktunarmál og í leiðbeiningastarfsemi, á sviði
jarðræktar. Þegar svo skipast, er sízt að undrast þótt bændur
brjóti ekki nýjar leiðir í túnræktinni.
Þess ber einnig að minnast, að nýræktinni, sem við köllum
svo, hefir skilað svo fram með risaskrefum, að tún á landinu
öllu eru nú talin vera meira en fjórföld að stærð á við það
sem var 1930, og ríflega tvöföld að stærð á við það sem var
1955. Það er því sízt að undra þótt ræktun hinna nýju túna
hafi víða orðið snöggsoðin harkaræktun, annað væri óhugs-
andi, svo einhliða hefir verið stefnt að stœkkun túnanna.
Síaukin tækni og stórfeld notkun tilhúins áburðar, við hag-
stætt tíðarfar um alllangt skeið, gerði slíka ræktun álitlega
við fyrstu sýn og raun. Um leið varð framgangur hennar til
þess að þagga niður þær raddir, sem réðu til þess að fara
hægar og fara að gera betur, þegar lengur leið, bentu á betri
ræktunarhætti bændum til hollari þrifa, í stað þess að halda
áfram að sópast um sér til vafasams stundarhags.
Slíkar raddir hafa svo sem látið til sín heyra, jafnvel allt
frá því er fyrst fór að bóla á verulegri tækni við ræktunar-
framkvæmdir, tel ég ómaksins vert að rifja það upp dálítið.
Vorið 1920, sama árið sem Búnaðarfélag íslands kaupir
sér fyrst troktor til tilraunanota, má lesa í blaðinu Lögrétta:
„Yfirleitt eru íslenzku túnin ekki svo vel ræktuð, að ekki
liggi nær að koma þeim í betri rækt, heldur en slétta órækt-
armóa utan túns.“
Árið 1927, árið eftir að Búnaðarfélag íslands veitti í fyrsta
sinn einu búnaðarsambandi og einu búnaðarfélagi styrki til
að kaupa traktora, til að nota við ræktunarframkvæmdir,
þegar öll ræktuð tún á landinu voru ekki nema l/s hluti
þess sem nú er, var ræktunarástandi og horfum lýst þannig
í blaðinu Vörður:
„Bændastéttin — og þjóðin öll — kiknar undir óræktinni
— ræktunarleysinu! Bændum liggur líf við að stækka túnin.
------Flestir bændur eru líkt staddir eins og frumbýlingar.
Framtíð þeirra veltur á því hvort þeim tekst á stuttum tíma
— fáum árum — að auka lvinn árlega fóðurafla, svo að þeir