Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 22
um mönnum fremur hafa þeir getað stutt skoðanir sínar og
ummæli reynslu-rökum frá eigin starfsemi á tilraunasviðinu.
Arið 1935 segir tilraunastjórinn Olafur Jónsson:
„Takmarkið á að vera, að bylta, þ. e. plægja, allt það land,
sem tekið er fyrir til nýyrkju eða endurræktunar að minnsta
kosti tvisvar með árs millibili og oftar, ef tvær plægingar
gefa ekki nægilega góða vinnslu, eða ef hagkvæmt þykir að
nota landið lengur fyrir aðra ræktun en grasrækt.“
„Plógurinn á að skipa öndvegi meðal þeirra áhalda sem
við notum við ræktunina.“
í ritinu Nýrœkt, 1948, segir sami tilraunastjóri:
„Enginn vafi leikur á því, að þegar verið er að nýrækta
land, er æskilegast að geta borið í það búfjáráburð, sé þess
kostur, og svo mikið sem tök eru á. Þessi þörf er því meiri,
sem landið er ófrjórra. Þá skortir stundum smáverugróður
í jarðveginn, svo að gagnið af áburðinum verður ekki ein-
göngu frjóvgun, heldur einnig smitun. Auk þess er full-
sannað, að notagildi búfjáráburðarins (mykjunnar) vex stór-
um við það að komast niður í moldina, samanborið við yfir-
breiðslu.-----Það má fullyrða að notagildi mykjunnar sé
tvöfalt eða þrefalt, þegar hún er plægð niður, samanborið
við yfirbreiðsluna, og er því sjálfsagt að grípa tækifærið,
þegar hægt er að koma henni niður í jörðina kostnaðarlítið.
— — Ákjósanlegast er að plægja áburðinn niður.“
Tilraunastjórinn á tilraunabúinu á Sámsstöðum, Klem-
enz Kr. Kristjánsson, er ekki smátækari í tillögum sínum um
bætta túnrækt en svo, að hann skrifar 1968, eftir að hann
er seztur að á eigin búi á Kornvöllum:
„Þó að kalinu sé ekki til að dreifa, þá þarf víða, og raunar
alls staðar, að endurrækta túnin á 10—15 ára fresti eða jafn-
vel á skemmra tímabili------.“
Oþarft er að rekja skrif Klemenzar mörg önnur um for-
ræktun, sáðskipti og kornrækt, í sambandi við nýræktun og
fullkomna túnrækt, hér er ennþá meiri kosta völ, og þess
sem er miklu mest, jrað er, að vitna til þess, er hann hefir á
Sámsstöðum og Kornvöllum ræktað úr órækt tugi ha með
þeim tökum að hver hlettur er vandlega forrœktaður og
24