Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 33
vinnu, fá meiri og betri eftirtekju af túnum sínum, meiri
og betri og ódýrari framleiðslu, sem kemur alþjóð að notum.
En til þess þarf aukna rcektunarþekkingu, aukna verkmenn-
ingu og umfram allt meiri trú á rœktun jarðar, í stað trúar-
innar á harkaræktun og hrök, og vonina um lélegar bœtur
úr ríkissjóði fyrir margt sem miður fer á túni og teig.
IX.
VÍÐA ER POTTUR BROTINN
Þótt við verðum að búa á eigin landi og við þess kosti, er
fróðlegt að vita, að „vandræðin með mykjuna“ gera víðar
vart við sig heldur en hér á Islandi. Svo er t. d. víða í sveit-
um á Vesturlandinu í Noregi og í strandhéruðunum í Norð-
ur-Noregi, þar sem vetur eru mildir og jörð sjaldan frosin
langtímum saman. Akuryrkju hefir farið hrakandi í þessum
byggðarlögum en túnrækt aukizt hin síðari ár. Meðan akur-
yrkjan var og hét var hægt um vik að nota búfjáráburðinn
í akrana en minna á túnin. Við stækkandi tún og minnkandi
akra vandast málið. Þótt mikið sé rætt og ritað um varanleg
tún (permanent voll) á þessum slóðum, munu hugir flestra
fróðra manna um túnrækt, stefna að því að endurrækta tún-
in við og við, jafnvel án akuryrkju, þ. e. með því að plægja
túnin á nokkurra ára fresti, og sá svo í þau aftur til túns,
samsumars eða næsta vor, ef haustplægt er, sem helzt þarf að
vera. Þá er hægurinn hjá, að hauga um leið búfjáráburði í
landið, við slíka endurræktun, hverju sinni.
Af þessu getum við lært, en þurfum þess raunar ekki, því
að við höfum nóg annað og meira af að læra, hér á heima-
slóðum, aldarreynslu allt frá dögum Guðmundar búíræð-
ings á Fitjum og annarra góðra manna, og skrifum þeirra,
sem geymd eru, að bera vel undir þökurnar. Og sömu
reynslu höfum við allt til þessa dags í görðum góðra manna,
í Reykjavík og víðar, alltaf að bera vel undir þökurnar, láta
35