Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 35
sprettur upp aftur sem raðsáð væri, á milli plógstrengjanna.
Á áður grónu túni verður nýja taðan blendingur af sáðgresi
og hinu bezta úr gamla gróðrinum.
Það sem gerist og er nýtt í efni, er einfaldlega þetta: Mykj-
an er plægð niður í túnið. Það þarf alls ekki að velta strengj-
unum við aftur, grasið vex sem sagt upp aftur á milli strengj-
anna, allt eftir þvi hve túnið sem plœgt er var vel gróið.
Ef menn vilja ekki trúa þessu, er auðvelt að sanna sér það
og fullreyna. Ekki þarf annað en að plægja niður mykju á
teig í grónu túni án þess að gera frekar að, láta plægjuna
liggja óhreyfða. Eftir 2—3 ár verður komið kafagras á milli
strengjanna, ég tala nú ekki um ef gefin er ábætir af tilbún-
um áburði, og auðvitað verður plægjan að vera varin fyrir
ágangi og beit. Þetta verður eins og raðsáinn túnakur.
Þar sem gróður í túni er lélegur, t. d. vegna kals, verður
þessi endurræktun nánast hrein sáðslétta. Um það er ekki
nema gott að segja. Það sem nýtt er við hana, er sú mikla
búbót, að plægja áburðinn niður í landið. Hingað til hefir
því verið of lítill gaumur gefinn, við endurræktun kalinna
túna, það ég til veit, þetta atriði hefir jafnvel ekki verið
tekið með við tilraunir þar að lútandi.
X.
NIÐUR í MOLDINA MEÐ HANN
Já, niður í moldina með búfjáráburðinn. Hér er til mikils
að vinna. Bóndinn slær tvær flugur í einu höggi. Fram-
kvæmdin er engum erfiðleikum bundin, bóndinn þarf bara
að kunna á plóg. Hann endurræktar og bætir tún sitt ræki-
lega með því að plægja áburð niður í túnið, þannig breytir
hann lítt ræktuðu túni eða jafnvel óræktuðu í rœktað tún.
Þannig plægir hann, bætir og ræktar teig eftir teig. Samtímis
þessu leysir hann vandann með mykjuna, á þann einfalda
hátt, að hann plægir árlega það stóra spildu af túni sínu, að
37