Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 37
A útmánuðum 1970 ók ég leiðina frá Hveragerði og aust-
ur að Mýrdalssandi og vestur aftur. Hláka var og vatnsflaum-
ur víða á frosinni jörð. Varla held ég að við höfum ekið
fram hjá nokkrum bæ svo að á túnum við veginn gæfi ekki
að líta uppistöður af vatni. Mátti geta sér til hvað biði tún-
anna þar víða, ef frysti á þetta: þ. e. kal og svelladauði. En
það var ekki þetta sem mér fannst mest eftirtektarvert, held-
ur, hvað víða var auðsætt, að ekki þarf nerna sáralitla vinnu,
ef til vill ekki nema klukkustundarverk og jafnvel minna,
til að grafa rásir úr þessum uppistöðum út í næsta skurð,
svo að ekki standi þar vatn til baga og bjóði svellkali heim.
— Því nefni ég þetta að enginn þarf að ætla, að búfjáráburð-
ur plægður niður í túnin sé neitt allsherjarráð til túnbóta,
ef aðrir hlutir, svo sem framræsla og varzla, eru ekki í lagi.
„Margs þarf búið við frændi", sagði Sighvatur á Grund forð-
um, og sannast það vel um túnræktina.
XI.
ER ÞETTA HÆGT?
Er þess nokkur von, að þessir ræktunarhættir, sem ég hefi
nú dvalið við, verði teknir upp bændum til hags? Eða mun
haldið fram sem stefnir við kal og arfa, dn viðleitni um raun-
verulegar úrbcetur? Verða enn um sinn áköll um vísinda-
legar rannsóknir og harðgerðari fræstofna, höfð svo á odd-
inum, að dagsönnin að rækta túnin betur en gert er og af
þeirri þekkingu og reynslu sem við ráðum yfir, hverfi í
skuggann. Að það sem vitað er, að hægt er að gera til úrbóta
bíði ógert, vegna vonarinnar um stærri hluti, sem aldrei
geta gert þá minni óþarfa.
Tæknin hefir að verulegu leyti tekið ráðin af bændum í
ræktunarmálunum. Ræktunarsamböndin ráða mestu um
gerð og gæði jarðabótanna, sem við köllum svo. En hinar
raunverulegu túnabœtur verða aldrei framkvcemdar d veg-
39