Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 44
„Hann eggjar til virks stuðnings mestu áhugamennina,
sem hann þá hafði í samstarfi; þá Valtý Stefánsson og Árna
G. Eylands, sem rita báðir sterkar sóknargreinar með frum-
varpinu.“ — Þessar ritsmíðar okkar Valtýs voru settar saman
í fullu samráði okkar á milli, en birtar í Búnaðarritinu
(1923) sem ein grein: Ræktum landið. — Þar kemst ég,
meðal margs annars, svo að orði:
„Sé landið unnið snemma að vorinu, er hezt að bera á það
búfjáráburð, 120 hlöss á ha., áður en það er unnið.“ — Þann-
ig eru „úreltu“ ræktunarfræðin mín jafngömul Jarðræktar-
lögunum, og meira en það, þótt þau hafi aldrei mótazt
ákveðnari heldur en hin síðustu ár, bæði heima og erlendis.
— Mikil bót í máli að skrifum mínum um jarðrækt mun nú
vera lokið. Ég fæ aldrei fullþakkað Ársriti Ræktunarfélags
Norðurlands að það hefir sýnt greinum mínum gestrisni og
fullar móttökur oft og vel, þótt á æðri búnaðarfræðastöðum
sé því slegið föstu, að ræktunarskoðanir mínar, bæði fornar
og ferskar, séu „úrelt fræði“, sem enginn bóndi má styðja
sig við.
Lokið í desember 1971.