Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 51
Tafla 3. Gróður í a og c lið sumarið 19ö4.
(Vegelation in plots a and c in summer 1964)
Varpasveiferras Knjáliðagras Önnur grös
(Poa annua) (Alopecurus) geniculatus) (Another species of grass)
a. 27% 7% 66%
c. 24% 47% 29%
slegnir vegna arfa 15. júlí, en í c-reiti var grasfræi sáð fyrst
vorið 1961. Sama sumar, 8. ágúst, var 10 1 af Aatoxi (DNBP)
úðað á ha til að drepa arfann, en engin grasuppskera fékkst
af reitunum. Árin 1962—1965 voru engar sérstakar ráðstaf-
anir gerðar vegna illgresis, en á þeim árum bar öllu meira á
varpasveifgrasi en arfa í reitunum. Árið 1966 var Iso-cornox
(MCPP) úðað á c-reiti 24. júní, en viku áður hafði rýgresi
verið sáð í reitina. Um haustið eða 22. september var mikill
arfi í tilrauninni og hafði hann breiðzt nokkuð út um alla
tilraunina.
VI. JARÐVEGSRANNSÓKNIR
Úr tilraun þessari, nr. 58—57, voru tekin nokkur sýni til að
kanna nokkra eðliseiginleika jarðvegsins.
Sýnin voru tekin sumarið 1970. Þá voru allir reitirnir
grónir grasi, og 4 ár voru liðin síðan landið var síðast hreyft.
Var reiknað með, að landið hefði þá jafnað sig eftir síðustu
jarðvinnslu. Glæðitap jarðvegsins var mælt með þvi að
brenna hann þurran við 450° C hita. Líkur eru til, að glæði-
tapið gefi allglögga mynd af lífrænum efnum jarðvegsins,
þar sem hér er um mýrarjarðveg að ræða. Við mælinguna
reyndist minnst glæðitap í c-lið, þá í b-lið og mest í a-lið. Er
það í samræmi við það sem búazt má við. Endurtekin
vinnsla virðist með öðrum orðum flýta fyrir rotnun lífrænna
efna jarðvegsins, eins og vænta mátti.
54