Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 54
TILRAUN MEÐ MISMUNANDI FJÖLDA UMFERÐA
MED TÆTARA OG HERFI
TILRAUN NR. 145-63
I. TILEFNI TILRAUNAR
Nokkrar umræður liafa orðið um gagnsemi jarðvegstætara
og livort líklegt sé að unnið sé tjón á jarðvegi með því að
tæta hann oft. Niðurstöður úr tilraun 58—57, sem lýst er hér
að framan, hentu til þess, að margtættur mýrajarðvegur
verði heldur slæmur gróðurbeður. Meðal annarra þjóða,
m. a. Svía, er mýrajarðvegur talinn eina jarðvegstegundin,
sem þolir vinnslu með jarðvegstætara. Til að komast feti
nær sannleikanum um áhrif margra umferða með jarðvegs-
tætara á mýrajarðveg, var tilraun sú gerð, sem hér skal lýst.
Til samanburðar var notað diskaherfi og var einn liður til-
raunarinnar herfaður með því.
II. JARÐVEGUR OG AÐSTÆÐUR
Tilraunin var gerð á hallalítilli mýri nærri Vatnshamars-
vatni. Landið var ræst fram með opnum skurðum árið 1960.
Landið þornaði allvel og var sæmilega þurrt þann tíma sem
tilraunin stóð.
Mýrin var í engu ólík mýrum á Hvanneyri og þar í
grennd. Lyng var alláberandi í gróðri mýrarinnar, áður en
hún var þurrkuð. Við mælingu reyndist glæðitap jarðvegs-
ins rösk 60%.
III. JARÐVINNSLA
Allir liðir tilraunarinnar voru unnir eins, þar til kom að
því að fínvinna þá. Vorið 1961 var landið herfað með plóg-
herfi og uppgreftri úr skurðum jafnað um landið. Landið
var mjög vel kýft, svo að yfirborðsvatn sat hvergi á því. Upp-
5.7