Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 55
gröftur úr skurðum var ekki að sjá öðru vísi en mýrin ann-
ars, en engar nánari athuganir voru gerðar á uppgreftrinum
sérstaklega.
Landið var látið liggja grófunnið í tvö ár eða til vorsins
1963. Þá var tilraunalandinu skipt í reiti og hver reitur unn-
inn á sinn hátt. Tilraunaliðir voru 5 og endurtekningar 4.
Hver reitur var 5 m breiður og 8,9 m langur, en við vinnsl-
una var þó mun lengri spilda unninn með hverri aðferð.
Vinnslunni var þannig háttað:
a. Engin fínvinnsla.
b. Ein umferð með jarðvegstætara.
c. Þrjár umferðir með jarðvegstætara.
d. Sex umferðir með jarðvegstætara.
e. Þrjár umferðir með diskaherfi.
Að lokinni vinnslu var hver reitur jafnaður með flag-
grind, sáð í landið og það valtað. Landið var á ný valtað á
2. og 3. ári, þ. e. vorið 1964 og 1965.
Aburður var ætíð jafn mikill á alla liði tilraunarinnar.
Árið 1963 var borið á 67,5 kg N, 98 kg P og 83 kg K á ha, en
síðan 120 kg N, 25 kg P og 83 kg K árlega.
Tafla 5. Uppskera í hkg heys af ha úr tilraun 145-63.
(Yield in hkg hay pr. hectare in experiment no. 145-63).
Ár a-liður b-liður c-liður d-liður e-liður
(Year) hkg Hlutl. (Ratio) hkg Hlutf. (Ratio) hkg Hlutf. (Ratio) hkg Hlutf. (Ratio) hkg Hlutf. (Ratio)
1964 96,1 99 96,8 100 91,1 94 89,8 93 95,5 99
1965 65,3 102 64,1 100 61,1 95 59,6 93 64,0 100
1966 35,2 93 37,7 100 35,6 94 35,8 95 36,9 98
1967 74,6 98 76,2 100 75,6 99 72,8 96 70,5 92
1968 44,3 93 47,8 100 45,9 96 46,0 96 46,5 97
Meðal. (Mean) 63,1 98 64,5 100 61,9 96 60,8 94 62,7 97
58