Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 57
við fleiri umferðir og þær því einungis orðið til kostnaðar-
auka við ræktunina.
Arið 1968 var tilraunin nokkuð kalin, en enginn munur
var á milli liða í því tilliti. Var kalið metið með einkunna-
gjöf til að ganga úr skugga um, hvort liðirnir væru mis-
kalnir, en svo reyndist ekki. Uppskera í tilrauninni fer
minnkandi með tímanum. Með fylgnireikningi má sýna
fram á, að uppskera fellur línulega með árum og er sú breyt-
ing marktæk.
Gerð var gróðurathugun á tilrauninni árið 1967. Notuð
var hin svokallaða oddamæling við að ákvarða hlutdeild ein-
stakra tegunda í gróðri tilraunarinnar. Niðurstöður þessara
mælinga getur að líta í töflu VI og þar er til samanburðar
sett samsetning fræblöndunnar, sem sáð var í landið upp-
haflega.
Það sem vekur ef til vill mesta athygli við niðurstöður
mælinganna, er hve mikið af vallarsveifgrasinu hefur horfið
úr tilrauninni. Það hefur gerzt nokkuð jafnt í öllum liðum,
svo að orsaka þess er að leita í öðru en mismun á jarðvittnslu.
Ef til vill er þar um að kenna lélegu fræi eða erfiðum skil-
yrðutn fyrir vallarsveifgras að einhverju leyti. En þar sem
enginn munur kemtir í þessu tilliti fram á tilraunaliðunum,
verður frekari getsökum um orsakir á hvarfi vallarsveif-
grassins sleppt.
Athyglisverður er hins vegar munurinn, þótt lítill sé, á
varpasveifgrasi í d-lið annars vegar og í a- og e-lið hins vegar.
Varpasveifgras er þekkt fyrir að vaxa í þéttum og troðnum
jarðvegi (Steindór Steindórsson, 1964) og gæti tilvera þess í
d-lið bent til þess að jarðvegur sé þar þéttari og loftminni
en þar sem minna var unnið.
V. JARÐVEGSRANNSÓKNIR
Arið 1967 voru tekin sýni úr tilrauninni til að gera nokkrar
mælingar á holurými jarðvegsins og skiptingu holanna í
stærðarflokka. Heildarholurými var fundið á þann 'hátt að
sýnin voru mettuð af vatni og vegin þannig. Síðan var vatn-
60