Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 59
Skipting jarðvegsholanna í stærðarflokka var mæld á sama
hátt og gert var í tilraun 58—57, þ. e. í þrýstipotti.
Mynd 2 og í töflu VII er yfirlit yfir skiptingu jarðvegs í
holur og föst efni, og hvernig holurýmið skiptist í stórar,
meðalstórar og smáar holur.
Það er lítill munur á heildarholurými í jarðveginum.
Holurýmið í tilrauninni er milli 84 og 87% af rúmmáli
jarðvegsins og er það nær það sama og í tilraun 58—57, þar
sem holurýmið sveiflast frá 83 til 87% af rúmmáli. Ekki er
augljóst samhengi milli skiptingar holurýmisins í stærðar-
flokka og meðferðar tilraunaliðanna.
ÁLYKTANIR
í stuttu máli mætti orða þann lærdóm sem af tilraununum
tveimur, sem að framan er lýst þannig.
Enginn ávinningur hefur orðið að sáðskiptunum eins og
þau voru framkvæmd í tilraun 58—57. Einstök ár hefur upp-
skera af liðum b og c, það er sáðskiptaliðunum, orðið meiri
en af a-lið, en þegar tekið er tillit til 10 ára tímabils fæst
mest uppskera af þeim liðnum, sem sáð er grasi í þegar á 1.
ári. Megin vandi við sáðskiptin reyndist illgresi, bæði arfi
og varpasveifgras.
Ekki eru eins augljós áhrif jarðvinnslunnar á jarðveginn.
Samkvæmt niðurstöðum úr tilraununum virðist ein umferð
með jarðvegstætara eftir plægingu með plógherfi, jöfnun og
aðra grófvinnslu vera æskileg jarðvinnsluaðferð á mýrar.
Síendurtekin tæting mýra með jarðvegstætara virðist hins
vegar stuðla að smækkun jarðvegsholanna, svo að jarðvegur-
inn verður loftminni en áður. Þetta kemur oreinilesra fram
í rannsóknunum sem gerðar voru á jarðvegi úr sáðskipta-
tilrauninni 58—57 (sbr. mynd 1), en síður úr tilrauninni
með mismargar umferðir með tætara, en þar bendir hins
vegar aukning varpasveifgrass í d-lið til þess að jarðvegur sé
þar loftminni en í öðrum liðum (sbr. töflu VI og mynd 2).
í loftlitlum og blautum jarðvegi verður uppskera rýrari en
annars og varpasveifgras verður áberandi í gróðri.
62