Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 62
ur. En vegna úrvalsins, þess, að aðeins lítill hluti lambanna
er látinn lifa, skapast möguleiki á að ættliðabilið faðir - son-
ur sé ekki hið sama og ættliðabilið faðir - dóttir. En til að úr-
valið valdi mismun á ættliðabili, þurfa að líggja mismun-
andi sjónarmið til grundvallar úrvalinu. Til dæmis það,
að annað mat sé viðhaft við val á hrútsmæðrum en ærmæðr-
um. Það mun væntanlega einnig valda mismun á ættliða-
bilunum faðir - sonur og - dóttir og móðir - sonur og - dóttir,
að ærnar eiga í flestum tilfellum ekki afkvæmi fyrr en 2ja
vetra, en hrútarnir eignast flestir afkvæmi eins vetur, þó þau
séu yfirleitt færri þá en síðar verður.
Sú athugun á ættliðabili hjá íslenzku sauðfé, sem hér
verður greint frá, er í raun ekki í samræmi við þá skýrgrein-
ingu, sem gefin var hér að framan. Hér verður reynt að
gera athugun á ættliðabili hjá íslenzku sauðfé eins og það
er eflir að úrval hefur farið fram. Þetta ættliðabil má því
skýrgreina sem þann tíma, mældan í árum, sem líður frá
því foreldrið fæðist, þar til afkvæmi, sem sett er á, fæðist.
Það hefur mikla þýðingu að þekkja ættliðabilið, þannig
skýrgreint, frá ræktunarsjónarmiði séð.
RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR
Til þessarar rannsóknar voru valin tvö fjárræktarfélög: Sf.
Mýrahrepps í A.-Skaft. og Sf. Þistill í N.-Þing. Þær upp-
lýsingar, sem notaðar vorti í rannsóknum, eru frá fyrstu
20 starfsárum þessara félaga, eða árin 1942 til 1961. Bæði
þessi félög eru með elztu fjárræktarfélögum í landinu og
hafa alltaf starfað með ágætum. Skýrslur þessara félaga hafa
alltaf verið mjög vel færðar og gefa því öruggar upplýsingar.
Athugun á ættliðabilinu fór þannig fram, að fundinn var
aldur föður og móður, þegar afkvæmið, sem sett var á, fædd-
ist. Það þurftu því að liggja fyrir upplýsingar um aldur
beggja foreldra. Þetta takmarkaði mjcög fjölda upplýsinga,
sem hægt var að nota. í töflu 1 er gefið yíirlit um fjölda upp-
lýsinga í hvoru fjárræktarfélagi og eftir tegund ættliðabils.
5
65