Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 65
Aldur móður, ár
Mynd 2. Ættliðabil móðir—sonur og móðir—dóttir. Gefið sem aldur
móður er ásett afkvæmi fæðist.
Figure 2 Age of mother when selected son (--) and daughter
(--------) are borne.
vetra ám, eða 28,6% undan 4 vetra ám og 26,5% undan 5
vetra ám. Lítið er hins vegar sett á undan 7 og 8 vetra ám.
I Sf. Þistli er hins vegar enginn greinilegur toppur á lín-
unni. Þar eru sett á að meðaltali um 15% undan 3-7 vetra
ám, aðeins mest undan 4 vetra ám 17,6%. í Þistli eru settir
á hrútar undan 9 vetra ám, en í Mýrahreppi er enginn hrút-
ur settur á undan 9 vetra ám. Á mynd 2 eru ættliðabilin
M-S og M-D gefin saman fyrir bæði félögin. Sést af þeirri
mynd, að mest er sett á af gimbrarlömbunum undan 3ja og
4ra vetra ám, eða 17,3 og 17,0% ásettra gimbralamba. Undan
2ja vetra ám og 5 vetra ám eru sett á 14,5% en síðan lækkar
hlutfallið iirt og elztu ærnar, sem settar eru á gimbrar undan,
eru 11 ára. Á mynd 3 kemur fram, að mest er sett á af hrút-
lömbum undan 3ja vetra hrútum, en einnig mikið undan
68