Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 67
ÁLYKTUNARORÐ
Þær niðurstöður, sem hér eru fundnar, benda til þess, að
ættliðabil sé hér nokkru lengra en hjá sauðfé í Noregi og
Svíþjóð.
Þannig fann Joakimsen (1969) nokkru styttra ættliðabil
hjá norsku fé, eða sem hér segir:
F M
s 3,4 4,3
D 3,4 4,1
Svipaðar tölur fann Johansson (1949) hjá sænsku fé. Þess-
ar niðurstöður eru að því leyti í samræmi við það, sem hér
er fundið, að ættliðabilið M-afkvænti er lengra en F-af-
afkvæmi, og munaði í þeirra niðurstöðum um 0,8 árum, en
í þessari athugun var munurinn 0,85 ár.
Ættliðabil er nauðsynlegt að þekkja, til að gera sér grein
fyrir því, hvaða árangurs megi vænta af kynbótastarfinu.
Það er t. d. augljóst, að eftir því sem ættliðabilið er styttra,
þeim mun meiri framfara megum við vænta af kynbóta-
starfinu, sé gengið út frá því, að um ákveðnar framfarir sé
að ræða í hverjum ættlið. Þær verða þeim mun meiri á hvert
ár, ef ættliðabilið er styttra. Hins vegar er þess að gæta, að
eftir því sem sett er á undan yngri gripum, er úrvalið ekki
eins öruggt. Það eru t. d. meiri líkur á, að tvílembingur
undan þrevetlu, sem einnig var tvílembd tvævetla, verði
frjósamari ær, en tvílembingur undan tvævetlu, þar eð tvö
ár gefa öruggari upplýsingar en eitt.
Gjedrem (1968) hefur gert útreikninga á því, hvernig
vænta má, að úrvalsærnar skiptist á aldurshópa. Hann gekk
út frá lifandi þunga lamba (með arfgengi (h2) — 0,25) og
gerði útreikningana miðað við 0,5% og 1,0% erfðaframför.
Hann reiknaði einnig út hvernig hlutfallsleg dreifing úrvals-
áa breytist við mismunandi úrvalsstyrkleika, það er eftir því,
70