Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 68
hvort velja á til lífs t. d. 1 eða 30 af hundraði. Gjedrem fann,
að eftir því sem stærri hundraðshluti er settur á, þeim mun
meira á að setja á undan yngri ánum. Þetta þýðir með öðr-
um orðum, að ættliðabilið M—D ætti að öðru jöfnu ekki að
vera lengra en ættliðabilið M—S. Ef litið er á niðurstöður
þeirrar athugunar, sem hér er birt, kemur í ljós, að þessu er
öfugt farið. Ættliðabilið M-D er lengra en M-S, eðá 4,89
ár hjá M-D á móti 4,73 hjá M-S. Bændur mættu því setja
á meira af gimbralömbum undan ungum og efnilegum ám,
en nú er gert.
SAMANDREGIÐ YFIRLIT
Athugun var gerð á ættliðabili hjá íslenzku sauðfé. Ættliða-
bilið er skýrgreint sem aldur foreldris er ásett afkvæmi fæð-
ist. Tölulegar upplýsingar í athugunina voru fengnar úr
tveimur fjárræktarfélögum, Sf. Þistli í Svalbarðshreppi, N.-
Þing. og Sf. Mýrahrepps í A.-Skaft. Tölumar náðu yfir tíma-
bilið 1942—1961 og voru frá 5 búum í Sf. Þistli og 13 búuni
í Sf. Mýrahrepps. Fjöldi upplýsinga er gefinn í töflu 1. —
Fernskonar ættliðabil var reiknað: Faðir-sonur og dóttir og
móðir—sonur og dóttir. Niðurstöður eru birtar í töflu 2 og á
myndunum 1, 2 og 3. Ættliðabilið var sem hér segir: F-S 4,
14 ár, F-D 3,79 ár, M-S 4,73 ár og M-D 4,89 ár. Munur á
ættliðabil í Sf. Þistli og Mýrahrepps reyndist ekki mark-
tækur, nema ættliðablið M-S, en það var 5,15 ár í Sf. Þistli
— en 4,30 ár í Sf. Mýrahrepps. Mest var sett á af hrútlömb-
um undan 2ja og 3ja vetra hrútum og 4ra og 5 v. ám. Gimbr-
arlömb voru mest sett á undan 2ja og 3ja vetra hrútum og
jafngömlum ám. Niðurstöðurnar eru bornar saman við er-
lendar niðurstöður og ræddar frá kynbótasjónarmiði.
71