Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 74
þess er ekki hægt að ráða af eldri heimildum, hver áhrif sáð-
tíminn hefur gegn svellkali. í ýmsum rannsóknum er ekki
ljóst eða ekki tekið fram hvaða kalflokk um er að ræða.
Enda þótt niðurstöður kaltilrauna sýni að kal verði stund-
um mest á snemmsáðu grasi, þá hafa sáðtímatilraunir, þar
sem ekki reynir á vetrarþol eða ekki er getið um kal, yfir-
leitt sýnt að mest uppskera fæst komandi sumar af snemm-
sáðu grasi (Pestai.ozzi 1963, 1967, Vai.berg 1968, Aase
1970).
c. Tegundir og stofnar grasa.
Það er margsannað að mikill munur er á vetrarþoli gras-
tegunda. Hér nægir að sýna kalprósentu fjögurra grasteg-
unda í þriggja ára tilraunum á tveimur tilraunastöðvum í
Finnlandi (Pohjakai.lio et al. 1963):
Norður- Finnland Rotkal Suður- Finnland Svellkal
Vallarfoxgras (Tammisto) 4 43
Háliðagras (Finnsk verzlunarvara) . 30 7
Hávingull (Paavo) 23 42
Axhnoðapuntur (Tammisto) 92 73
Af þessu er ljóst að vallarfoxgras hefur staðið sig bezt gegn
sveppum en háliðagras gegn svellum. Þessar tvær grasteg-
undir eru í báðum tilvikum mun þolnari en axhnoðapunt-
urinn. Tölurnar eiga við góða og gilda finnska stofna hverr-
ar tegundar, en það hefur einnig sýnt sig að allmikill munur
er milli stofna sömu tegundar. Eftirfarandi tölur eru teknar
þessu til sönnunaí, en þær eru úr vallartilraunum í Norður-
Noregi, sem helzt urðu fyrir áföllum af rotkali (Andf.rsen
1966) og úr vinnustofutilraunum, þar sem líkt var eftír frost-
eða svellakali (Sjöseth 1959). Tölurnar sýna kalprósentu
hjá fjórum norskum vallarfoxgrasstofnum:
77