Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 78
sjást niðurstöður :í mynd 3. Vaxandi uppskerufjöldi úr
tveimur í þrjá hefur yfirleitt fækkað sprotum og þá einkan-
lega sé slegið náið.
Áhrif harðari meðferðar grasanna koma ekki bara fram
við að orkuforðinn í geymsluhlutum grasanna verður
minni, heldur verður vöxtur rótanna einnig fyrir áhrifum.
Celius (1969) fann að mishár sláttur á vallarfoxgrastúni gaf
eftirfarandi þnrrefnismagn í rótum eftir þriggja ára með-
höndlun:
Sláttuhæð, sm........................ 3-4 7-9 12-15
Þurrefni í rót, kg á ha.............. 4920 5760 6630
Sést af þessu öllu að bæði náinn og síendurtekinn sláttur
hafa neikvæð áhrif á orkuforða, rótarvöxt og sprotafjölda
vallarfoxgrass.
í Bandaríkjunum hafa Reynolds & Smith (1962) sýnt
hvernig styrkleiki leysanlegra sykra í forðahlutum vallar-
foxgrass breytist með uppskerufjölda. Niðurstöður eru gefn-
ar í prósentu af þurrefni og voru að haustinu sem hér segir:
Dagsetning athugunar
15. sept. 1. okt. 15. okt. 1. nóv. 15. nóv.
Engin uppskera 42 42 43 45 46
Tvær uppskerur (27. júní, 29. ágúst) 33 35 40 43 43
Þrjár uppskerur (3. júní, 18. júlí, 29. ágúst) 26 28 33 40 43
Snemma hausts er mikill munur á orkuforðanum, þeim
liðuni í vií, sem sjaldnast voru uppskornir, en þessi munur
hverfur smám saman fram eftir hausti. I þessari tilraun
þurfa þó að líða um tveir mánuðir frá seinasta uppskeru-
tíma þar til munurinn í orkuforða má heita horfinn (29.
ágúst til 1. nóvember). Komi vetur fyrr, svo sem reyndin er
hér á íslandi, má búast við að grös mismunandi liða hefðu
haft mjög misjafnan orkuforða um veturinn, og að grös
81
6