Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 79
slegin þrisvar hefði kalið meira en grös slegin tvisvar eða
aldrei.
Huokuna (1964) hefur einnig sýnt að uppskerufjöldi hef-
ur mikil áhrif á rótarvöxt hjá axhnoðapunti:
Uppskerufjöldi ....................... 2 4 8
Þurrefni í rót, kg á ha............... 2830 1740 690
Hansen (1944) hefur birt ttilur úr fimm ára tilraunum
með uppskerutima á mýrarjarðvegi í Norður-Noregi. Til-
raunaliðir voru bara slegnir einu sinni á ári, en á mismun-
andi tímum. Tilraunin varð fyrir miklu svell- eða írostkali
síðasta árið, og það kom þá í ljós að reitir fyrsta uppskeru-
tíma kól mest og þar lifði þess vegna minnst vallarfoxgras:
Uppskerutími
30. júní 13. jilli 24. júlí 6. ág. 11. ág.
Kal, prósent 84 83 39 30 31
Vallarfoxgras, prósent . . 39 35 61 65 60
Huokuna (1971) hefur í Finnlandi sýnt hver áhrif upp-
skerutími endurvaxtar hjá hávingli getur haft á kal. Við
mismunandi meðhöndlun að hausti gáfu mælingar að vori
O o
eftirfarandi niðurstöður:
Uppskerutími endurvaxtar
5. sept. 15. sept. 25. sept. 10. okt.
Leysanlegar sykrur í rótum, prósent 2,1 1,3 2,0 2,7
Fjöldi sprota á 30 sm línu 212 104 218 323
Heyuppskera, hkg á ha 15,2 9,4 14,2 22,1
í þessari tilraun var ekki um rotkal að ræða og höfundur
telur að grösin hafi drepizt vegna skorts á orkuforða. Til
hörðnunar verða grösin að hafa græna og lifandi hluta. í
tilraun þeirri, sem hér er vitnað til, var óhagstæðast að slá
endurviixtinn um 15. september. Þá misstu grösin græna
82