Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 80
hluta, notuðu orkuforðann til endurvaxtar, og þegar vetur
skall á höfðu þær hvorki lokið endurvexti né hörðnun. Sé
há slegin fyrr, getur grasið lokið endurvexti, fengið að nýju
græna jurtahluta og náð að safna orkuforða og harðna. Þetta
leiðir til betra vetrarþols og minna kals. Eins leiðir enn
seinni sláttur til minna kals af því jurtirnar hafa þegar náð
hörðnun áður en þær misstu græna hluta sína, og þar að
auki er hitastig orðið það lágt að þær hefja engan eða lítin
endurvöxt á kostnað orkuforða og hörðnunar. Af því sem
hér hefur verið sýnt, er ljóst að einnig uppskerutíminn er
afdrifaríkur fyrir vetrarþol grasanna, og á þetta ekki sízt
við um uppskerutíma endurvaxtar.
Náið samband er milli uppskerufjiilda og uppskerutíma.
Við vaxandi uppskerufjölda verða einnig breytingar á upp-
skerutímum, oftast á þá lund að bæði fyrsti uppskerutími
verður fyrr og síðasti uppskerutími seinna. Breytingar á
úppskeruháttum, t. d. frá heyslætti til votheyskapar og
áfram til skákabeitar eða þá blöndunar þessara uppskeru-
hátta, leiða oft til þess að bæði sláttuhæð, uppskeruf jöldi og
uppskerutími breytast með þeim afleiðingum, sem hér hef-
ur verið sýnt að þetta geti haft á orkuforða, rótarvöxt,
sprotafjölda og kal.
b. Áburður.
Bent hefur verið á að jáfnvægi í næringu grasanna sé skil-
yrði góðs vetrarþols. Sé magn einhvers næringarefnis annað
hvort of eða van, getur það leitt til þoltaps og kals. Vegna
mikillar sveiflu í jarðvegsgerð eru áhrif hinna ýmsu áburð-
arefna rnjög breytileg.
N-áburður hefur mest áhrif áburðarefnanna. Vaxandi N-
áburður breytir vaxtarhætti grasanna og eykur ofanjarðar-
vöxtinn á kostnað orkuforðans í fjölærum jurtahlutum.
Þetta sézt ljóslega af tölum frá Oswalt et al. (1959):
N, kg á ha........................................... 0 150
Toppur, g á reit...................................... 23 36
Rót, g á reit......................................... 26 15
Topp/Rótar-hlutfall ................................ 0,89 2,50
83