Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 82
Vaxandi N-áburður hefur sem sagt veikt grösin og aukið
kalið, en liins vegar virðist þessu oftast vera (jfugt farið með
P- og K-áburð, þar sem kal hefur í vissum mæli minnkað
við vaxandi áburðarmagn. Áhrif N- og K-áburðar á kal hjá
Bermudagrasi (Cynodon dactylon) eru sýnd á mynd 4. Þar
sést að vaxandi K-áburður minnkar kalið, einkum Jrar sem
mikið er borið á af N.
Varðandi áhrif P-áburðar á kal má nefna að bæði
Ekstrand (1949) og Andersen (1960) hafa bent á að P-
áburður geti haft kalverjandi áhrif. Vikeland (1959) hefur
í kalktilraunum sýnt að hækkunin á sýrustigi, sem er afleið-
ing kölkunar, veldur því að meira P-magn verður auðleyst
í jarðveginum. Fjórum árum eftir kölkun var ástand vallar-
foxgrastúns þannig:
Kafkmagn, tonn á hektara.................................... 0 3,5
L-tala í efstu 5 sm jarðvegs.............................. 2,2 4,0
Vallarfoxgras, prósent..................................... 30 70
Bæði aðgengilegt P-magn og hlutdeild vallarfoxgrass í
gróðri eru hagstæðari í kalkaða liðnum. Munurinn á hlut-
deild vallarfoxgrass þarl ekki nauðsynlega að stafa af því að
vallarfoxgrasið á ókalkaða liðnum hafi kalið að vetri. Vallar-
foxgrasið getur fullt eins vel hafa tapað þar í samkeppni við
nægjusamari grös að sumrinu. Þar að auki er það ekki ein-
ungis leysanleiki P, sem breytist við kölkun, en einnig leys-
anleiki annarra efna, auk eðliseiginleika jarðvegsins, svo
sem fyrr er getið.
Avdonin (1958) hefur skýrt frá sovézkum niðurstöðum,
sem sýna að vetrarhveiti og vetrarrúgi hættir til að drepast
yfir veturinn, þar sem sýrustig jarðvegs er lágt. Höfundur
bendir á að auk mikils magns vetnisjóna (H-1-) og lítils
magns leysanlegs P, leiði lágt sýrustig einnig til mikils
magns af leysanlegu A1 og Mn í jarðvegi:
PH 4,5 6,1 6,5
Leysanlegt P, mg í 100 g 1,2 7,2 28,8
Leysanlegt Al, mg í 100 g 34,9 3,3 2,3
Leysanlegt Mn, mg í 100 g 12,8 5,0 4,7