Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 85
um, er hafa verið dregnir fram hér á undan, og fá úr því
skorið hver þeirra sé áhrifamestur og hvernig helzt megi
auka þol túngrasa á íslandi.
Bent var á að vetrarþol grassins minnki sé slegið mjög
náið, margslegið eða ef fyrsti sláttur kemur snemma og
seinni sláttur fremur seint. Vaxandi sláttafjöldi eykur fóður-
gæðin en minnkar samtímis vetrarþolið. Kröfur til vetrar-
þols og fóðurgæða virðast því vera andstæðar með tilliti til
sláttutíma og sláttufjölda. Nauðsyn ber því til að finna þá
meðhöndlun, þ. e. sláttutíma og sláttufjölda, sem gefur var-
anlegt tún og samtímis framleiðir gott fóður.
Síðustu árin hefur verið notaður mikill N-áburður á tún-
in hérlendis og er áburðarnotkun nú um 100—140 kg N pr.
ha á móti 20—30 kg P og 20—50 kg K. Nýlegar tilraunanið-
urstöður (Friðrik Pálmason 1970) benda til þess að gras,
sem fái um 120 kg N pr. ha kali minna en gras, sem bæði fái
minni og stærri skammta af N. f sömu tilraun virtist vax-
andi P- og K-áburður heldur auka vetrarþolið. Efnagrein-
ingar á jarðvegi lir kölnum túnum á Norðurlandi hafa sýnt
að sýrustig er yfirleitt hagstætt, K-magnið nægjanlegt en
hins vegar er P-magnið í vissum tilvikum mjög lágt (Bjarni
E. Guðleifsson 1971). Ennfremur var athyglisvert hve mik-
ið magn var í jarðveginum af Fe og virku Mn. Þetta sést á
eftirfarandi samanburði á íslenzkunr tölum (Björn Jóhann-
esson 8c Kristín KristjAnsdóttir 1954, Bjarni E. Guðleifs-
son 1971) og tölum erlendis frá (Scheffer & Schacht-
schabei. 1966):
Al, Fe, Virkt Mn.
prósent prósent mg í kg
íslenzk sýni 2-9 2-46 38-5950
Erlend sýni 1-6 1-4 10-100
Við ræktun er jarðvegur oft fínunninn með tætara og
sums staðar er mikil umferð þungra véla um túnin. Mikið
hefur verið rætt og ritað um, hvort bæði þessi atriði gætu
«8