Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 86
átt sinn þátt í að tún heíur kalið svo rnjög á seinni árum,
en ekki hafa verið framkvæmdar neinar tilraunir, sem gætu
sannað eða afsannað réttmæti þessarar tilgátu. Rannsóknir
á túnum í kalári (Bjarni E. Guðleifsson 1971) hafa sýnt að
a. m. k. mýrarjarðvegur hefur mjög lítið loftrými og að kal
eykst eftir því sem loftrými jarðvegsins minnkar:
Loft við sýnistöku, prósent........................ 5 10 20
Kal, prósent ...................................... 58 42 9
Af því sem hér er sagt, má ljóst vera, að þörf er á fremur
víðtækum íslenzkum rannsóknum á kaláhrifum hinna ýmsu
meðferða túnanna, bæði hvað viðkemur uppskeru og áburð-
arefnum. Enda þótt ræktunartilraunir séu erfiðar í fram-
kværnd verður ekki hjá því komizt að rannsaka einnig áhrif
mismunandi jarðvinnslu og þjöppunar. Áhrif allra þessara
þátta verða bezt könnuð í vallartilraunum. Auk tippskeru-
mælinga er í vissum tilvikum nauðsynlegt að mæia rótar-
vöxt, orkuforða í forðahlutum jurtanna ásamt jurta- og
sprotafjölda. Slíkar upplýsingar geta verið gagnlegar fyrir
túlkun tilraunaniðurstaðna, en það er kalmat að vori, sem
er afgerandi og hefur mesta þýðingu. Að minnsta kosti til-
raunir með áburð, kölkun, jarðvinnslu og þjöppun ættu að
vera á mismunandi jarðvegsgerðum og þá á gamalreyndum
kalsvæðum. Vel getur komið til greina að ísleggja einstakar
tilraunir með því að sprauta á þær vatni á frostskeiðum að
vetri og reyna á þann hátt að fá fram kal.
Rannsóknir hafa leitt í ljós (Bjarni E. Guðleifsson 1971)
að á íslandi verður kal einkum eftir fremur stutt hlákuskeið
snjóþunga vetur. Samtímis er sýnt fram á að þessar aðstæður
virðast valda kali vegna þess að þær leiða til umfangsmikilla
svella, sem haldast lengi fram eftir vori. Vegna þess að rann-
sóknirnar, sem hér voru nefndar, byggjast á veðurathugun-
um, sem einungis sýna vetrarkjör grasanna í grófum drátt-
um, mundi rannsókn á breytingu snjólags yfir í ís á ójöfnu
landi gefa ýmsar gagnlegar upplýsingar um hin eiginlegu
kjör grasanna að vetri. Mælingar á vatnsgildi snævarins yfir
veturinn sýndu hvenær eða á hvaða hlákuskeiði hann hefði
89