Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 93
vegna þess að fjöldi kúlufrumna eða þráða festist saman í
slímefni, sem þeir framleiða. Þessir líkamir geta orðið all-
stórir, eða nokkrir sentimetrar, en annars eru sjálfir þörung-
arnir langt fyrir neðan þá stærð, sem séð verður með berum
augum.
Bláþörungarnir eru algengir í fersku vatni af ýmsum
gerðum, og einnig í blautum jarðvegi eða á, og koma einnig
fyrir í fjörum, en lítið í sjó. Margir þeirra sækja sérstaklega
í lindarvatn, bæði kalt og heitt, og er talið að þeir geti
þrifist við allt að 70 stiga hita. Þetta og fleira í fari bláþör-
unganna bendir til þess, að þeir séu mjög frumstæður
plöntuflokkur, og hafi ef til vill tekið litlum breytingum
frá því í árdaga jarðarinnar, þegar flest vötn voru heit, en
sjór ekki til í núverandi formi eða gerð. Hæfileikinn til
köfnunarefnisbindingar virðist enn benda til þess sama.
Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á magni og afköstum
köfnunarefnisbindandi bláþörunga í jarðvegi. Samkvæmt
nýlegum rannsóknum, sem gerðar voru í Svíþjóð af U.
Granhall og E. Henriksson, eru þörungarnir algengastir í
blautri leir- eða kalkjörð með sýrustigi 6—8. Athuganir voru
aðeins gerðar á óræktuðu landi, en sýni voru tekin allt frá
I.applandi til Skánar og virðist enginn verulegur munur
eftir landshlutum. Viðkomandi þörungar fundust í um
helmingi allra jarðvegssýna, sem tekin voru, og má af því
draga þá ályktun, að bláþörungar skipti verulegu máli fyrir
heildarbúskap köfnunarefnisins í landinu.
Engar teljandi rannsóknir hafa verið gerðar á bláþör-
ungum í jarðvegi hér á landi, en úr fersku vatni eru kunnar
um 100 tegundir héðan. Þær ættkvíslir, sem vitað er að
binda köfnunarefni eru m. a. Anabaena, Nostoc, Nodularia,
Cylindrospermum, Tolypothrix og Calotrix, og finnast þær
allar hér á landi, og eru sumar tegundir þeirra harla algeng-
ar. Nostoc myndar oft blágrænar, hlaupkenndar kúlur, allt
að kirsubersstærð, sem mikið er af í sumum vötnum hér á
landi, og kallast þær ýmist slorpungar eða vatnsaugu. I Mý-
vatni er stundum svo mikill gróður af Anabaena að vatnið
litast brúnleitt, og kallast það leirlos. Fylgir því oft rýrnun
96